Námsárangur barna - Hvað geta foreldrar gert?
Í dag miðvikudaginn 13. október er málfundur á vegum FFGÍR og FRÆ. Við ætlum að heyra frásagnir úr skólastarfi og síðan skiptast foreldrar á hugmyndum og svara spurningum.
Spurningarnar verða t.d.
1. Hvað geta foreldrar gert til að bæta námsárangur barna sinna?
2. Hvað felst í góðu foreldrasamstarfi?
2. Hvað geta kennarar gert til að bæta samstarf?
3. Hvað geta foreldrar gert til að bæta samstarf?
Allir eru velkomnir á fundinn sem hefst í fyrirlestrasal Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl.17. Markmiðið með fundinum er bæði að miðla til foreldra og heyra í foreldrum.
Yfirskrift fundarins er: Námsárangur barna-Hvað geta foreldrar gert?
Dagskrá: Fundarstjóri Oddný G. Harðardóttir
8 mínútna erindi frá hverjum skóla.
Myllubakkaskóli: Guðrún Snorradóttir
Njarðvíkurskóli og Háaleitisskóli: Helena Rafnsdóttir, Kristbjörg Eyjólfsdóttir og Anna Hulda Einarsdóttir.
Holtaskóli: Eðvarð Þ. Eðvarðsson.
Heiðarskóli: Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir, Þóra Guðrún Einarsdótir og Haraldur Axel Einarsson.
Akurskóli: Jónína Ágústsdóttir og Ragna Finnsdóttir.
Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur verður með erindi.
Fundarhlé. Gestum verður boðið uppá léttar veitingar.
Hópastarf (18:10)
Fundargestir raða sér eftir skólahverfum, svara spurningum og koma með ábendingar. Hópstjórar verða við hvert borð.
Samantekt og fundarslit kl.19:00.