Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Nafnasamkeppni Hrafnistu Reykjanesi
  • Nafnasamkeppni Hrafnistu Reykjanesi
Laugardagur 1. mars 2014 kl. 05:00

Nafnasamkeppni Hrafnistu Reykjanesi

Hrafnista á Reykjanesi mun standa fyrir nafnasamkeppni á sex nýjar hjúkrunardeildir á nýju og glæsilu hjúkrunarheimili sem opnar á Nesvöllum nú í mars.
 
Öllum er heimil þátttaka.
 
Æskilegt er að nöfnin hafi samfellu og að þau vísuðu í t.d. staði eða kennileiti á Reykjanesi.
 
Tillögum er hægt að skila á netfangið [email protected] eða á þjónustuborð þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum fyrir 10. mars næstkomandi.
 
Í dómnefnd verða; fyrir hönd Félag eldri borgara, Jórunn Guðmundsdóttir, fyrir hönd Reykjanesbæjar, Guðlaug María Lewis , fyrir hönd Hrafnistu, Hrönn Ljótsdóttir og fyrir hönd Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson.
 
Nöfnin verða tilkynnt við vígslu Hrafnistu Nesvöllum þann 14. mars næstkomandi.
 
 
Bestu kveðjur
 
Hrönn Ljótsdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024