Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 7. janúar 2003 kl. 18:57

Nafn Sorpeyðingarstöðvarinnar verður Kalka

Fréttatilkynning frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.

Stjórn S.S. hefur að undanförnu farið ítarlega yfir tillögur sem fram komu í samkeppni um nafn á nýja móttöku og brennslustöð í Helguvík sem auglýst var í oktober s.l. Komst stjórnin ekki að niðurstöðu um að nota neitt þeirra nafna. Mörg nafnanna voru þegar í notkun sem firmaheiti og því ekki heppileg. Var þá leitað í örnefnskrá hér í nágrenninu. Á síðasta fundi stjórnar lagði formaður fram tillögu um nafnið KALKA sem var samþykkt.Kalka er gamalt örnefni á vörðu, hvítri að lit, sem var efst á Háaleitinu, þar sem lágu saman landamörk flestra bæja og hreppa á svæðinu. Vörðuna Kölku má finna á öllum eldri landakortum, einnig er hennar getið í þjóðsögum. Þetta forna og þýðingarmikla kennileiti mun hafa horfið af sjónarsviðinu kringum 1941. Orðið "kalka" þýðir samkvæmt íslensku orðabókinni að baksa eða fást við eitthvað og að merja í sundur.
Stjórn SS vill þakka öllum þátttakendum sem sendu inn tillögur fyrir áhugan og fyrirhöfnina.

F.h. stjórnar SS
Guðjón Guðmundsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024