Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

N-listinn: Vilja breytta stjórnunarhætti
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 14:13

N-listinn: Vilja breytta stjórnunarhætti

Á sunnudagskvöldið síðasta var haldinn fjölmennur kynningarfundur N-listans í Garðinum. Fundurinn var haldinn í Sæborg. N-listinn - listi nýrra tíma býður sig fram í sveitarstjórnarkosningum í vor og boðar breytingar og nútímalega stjórnunarhætti í Sveitarfélaginu Garði.

Oddný G. Harðardóttir fyrrum skólmeistari FS sem nú er verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu er bæjarstjórnarefni N-listans og skipar fyrsta sætið en næstu sæti eru skipuð þverpólitískum hópi fólks, þar sem konur eru í meirihluta.
Á fundinum kynntu frambjóðendur sig fyrir fundarmönnum og heimasíða framboðsins var skoðuð.  Vefslóð síðunnar er www.nlistinn.is en þar er að finna upplýsingar um framboðið og málefnaskrá.

Oddný fjallaði um nokkur stærstu málin sem taka þyrfti á væru atvinnumál, íþrótta- og æskulýðsmál, umhverfismál og skólamál. Hún lagði einnig áherslu á að gera þyrfti breytingar á stjórnunaðferðum bæjarins þar sem áherslan verði á gott upplýsingaflæði til íbúa og á lýðræðisleg vinnubrögð m.a.  með íbúafundum um málefni bæjarins. Það væri einlægur ásetningur frambjóðenda að vera traustur og trúverðugur málssvari sveitarfélagsins og vinna af dugnaði og heilindum að hagsmunamálum Garðbúa.

Að lokum ræddi Oddný það sem hún kallaði hræðsluáróður núverandi meirihluta í Garði varðandi sameiningu sveitarfélaga.  Vilji bæjarbúa í því efni væri alveg skýr og málið ekki á dagskrá lengur. Frambjóðendur  N-listans hefðu ýmist verið með eða á móti sameiningu en það mál væri málefni gærdagsins.  Nú skipti Garðbúa mestu máli nú væri að horfa til framtíðar og marka skýra sérstöðu Garðsins sem náttúruperlu og vænlegs kosts til búsetu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024