Myndlistasýning á Humarhátíð á Höfn
				
				Hjördís Árnadóttir verður með myndlistasýningu í gamla bókasafninu, Hafnarbraut 36 á Höfn í Hornarfirði dagana 4. 5. og 6. júlí n.k.
Hjördís hefur stundað myndlist í frístundum um nokkurt skeið. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og m.a. notið handleiðslu eftirtalinna myndlistarmanna:
Eiríks Smith, Jóns Gunnarssonar, Margrétar Jónsdóttur, Jóns Ágústs Pálmasonar, Reynis Katrínarsonar, Sossu, Kristins Pálmasonar, Eiríks Árna Sigtryggssonar og Ástu Árnadóttur.Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga með Baðstofunni og félögum úr Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Einnig hafa hún og sonur hennar Rúnar Jóhannesson haldið samsýningu í Frumleikhúsinu í Keflavík. Hjördís var myndlistamaður júní mánaðar í Reykjanesbæ og sýndi að því tilefni verk sín í Hitaveitu Suðurnesja í júní mánuði.
Sýning Hjördísar í gamla bókasafninu á Höfn verður opin föstudaginn 4. og laugardaginn 5. júlí kl. 13:00 til 21:00 og sunnudaginn 6. júlí kl. 13:00 til 17:00.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Hjördís hefur stundað myndlist í frístundum um nokkurt skeið. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og m.a. notið handleiðslu eftirtalinna myndlistarmanna:
Eiríks Smith, Jóns Gunnarssonar, Margrétar Jónsdóttur, Jóns Ágústs Pálmasonar, Reynis Katrínarsonar, Sossu, Kristins Pálmasonar, Eiríks Árna Sigtryggssonar og Ástu Árnadóttur.Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga með Baðstofunni og félögum úr Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Einnig hafa hún og sonur hennar Rúnar Jóhannesson haldið samsýningu í Frumleikhúsinu í Keflavík. Hjördís var myndlistamaður júní mánaðar í Reykjanesbæ og sýndi að því tilefni verk sín í Hitaveitu Suðurnesja í júní mánuði.
Sýning Hjördísar í gamla bókasafninu á Höfn verður opin föstudaginn 4. og laugardaginn 5. júlí kl. 13:00 til 21:00 og sunnudaginn 6. júlí kl. 13:00 til 17:00.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				