Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Myndlistarsýning í Vogum á sjómannadag
Miðvikudagur 2. júní 2004 kl. 12:30

Myndlistarsýning í Vogum á sjómannadag

Nemendur Eyþórs Stefánssonar í Vinnustofunni, Marargötu 1 Vogum, eru nú í óða önn að undirbúa vorsýningu sem haldin verður á sjómannadag. Ætla þeir að sýna afrakstur vetrarins. Þar kennir ýmissa grasa enda hefur námið verið fjölbreytt meðal annars farið í myndbyggingu, fjarvíddarteikningu, umhverfisteikningu og málun með Acryl-og olíulitum. Einnig hefur hópurinn farið í vettvangsferðir tengdum skissuvinnu utanhúss. Er það von nemenda að sem flestir sjái sér fært að kíkja í Vinnustofuna og líta á myndverkin sem eru mörg og fjölbreytileg. Opið verður á Sjómannadaginn frá kl. 14:00 til 20:00 og heitt á könnunni.

Myndin: Úr vinnustofu Eyþórs Stefánssonar í Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024