Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

MSS býður á fyrirlestur með Matta Ósvald í kvöld
Miðvikudagur 23. september 2009 kl. 08:27

MSS býður á fyrirlestur með Matta Ósvald í kvöld

Í tilefni af heilsuviku Reykjanesbæjar býður Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum upp á fyrirlestur með Matta Ósvald. Matti tekur með okkur stöðuna á heilsunni. Hann leggur upp með spurningar eins og t.d. hvað uppsöfnuð þreyta er, af hverju líkaminn rígheldur í aukakílóin og hvað það er sem veldur því að við eldumst hratt.

Hann kennir okkur að setja góða heilsu í forgang með 5 einföldum atriðum, hvernig hugarfar reynist best í erfiðum aðstæðum, líka hvernig við getum nýtt okkur einfalda hugaraðferð afreksfólks og margt fleira skemmtilegt og nytanlegt. Gott námskeið fyrir huga og líkama.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og er í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. september kl. 20:00.

Fyrirlesturinn er haldinn í húsnæði MSS að Krossmóa 4, 3.hæð.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024