Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 8. ágúst 2001 kl. 22:43

Mótmæla lögleiðingu fíkniefna

Starfsmenn Byrgisins í Rockville mótmæla því hér með að fíkniefni verði lögleyfð á nokkurn hátt á Íslandi. Af því tilefni hefur Guðmundur Jónsson sent frá sér eftirfarandi orðsendingu:Undirritaður, forstöðumaður Byrgisins kristilegs líknarfélags, vill mótmæla harðlega þeirri umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarna daga og varðar fíkniefni og lögleyfða sölu af hálfu ríkisins á þeim efnum í framtíðinni.
Hér er um ekkert annað að ræða en hreina og beina uppgjöf af hálfu stjórnvalda gagnvart fíkniefnavanda landsmanna, en mest er þó uppgjöf stjórnvalda í sinn eigin garð. Að tala um að ákveðin lausn felist í þessu, t.d. fækkun afbrota, sýnir bæði fljótfærni og vanþekkningu, hér er aðeins verið að hagræða í kerfinu samkvæmt sérhagsmunum örfárra aðila sem að málunum koma. Hagsmunir og skoðanir hins almenna borgara skipta samkvæmt venju, engu máli.
Það er orðið hart í ári, ef ríkið sér enga leið aðra en að gera út á eiturlyfjasjúklinga.
Lögleyfð sala fíkniefna er í algerri þversögn við allt meðferðar- og forvarnarstarf í landinu. Við tökum undir orð Halldórs Ásgrímssonar er hann sagði fyrir u.þ.b. tveimur árum..”Segjum eiturlyfjasölum stríð á hendur”…… Ennfremur vísast í viðtal við Sigurð Geirdal bæjarstjóra Kópavogsbæjar, þar sem hann telur m.a. þörf á að setja lögvörð í skóla landsins til að verjast fíkniefnasölum og notkun fíkniefna í skólum. Lögleg sala eiturlyfja mun fljótlega leiða til þess að farið verður að selja fíkniefnin ólöglega, hvað annað?. Fíkniefnanotkun breiðist svo út. Hér er verið að leita að leyfilegri aðferð til að selja eiturlyf. Við berjumst fyrir vímuefnalausu lífi okkar sjálfra og fjölskyldna okkar, það er undirstaða heilbrigðs lífernis.. Starfsmenn Byrgisins mótmæla því hér með að fíkniefni verði lögleyfð á nokkurn hátt á Íslandi.

F.h. Byrgisins.

Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024