Morgunblaðsgrein Jórunnar svarað

Í okkar samfélagi hér í Keflavík hef ég kynnst mörgum manninum og konunni sem hafa unnið undir merkjum þessa flokks.
Það er með öllu óþolandi þegar ráðist er í rituðu máli að þessu fólki og það ausið óhróðri.
Nú krefst ég þess, að þessi kona biðji mig og aðra félaga mína afsökunar opinberlega á ummælum sínum, annars mun hún hundur heita í mínum augum.
Ég ætla ekkert að ræða ráðningarmál Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, né álit mitt á hæfni konu sem lætur slíkt frá sér fara sem uppalanda við æðstu menntastofnun okkar Suurnesjamanna.
Jón Kr. Kristinsson félagi í Framsóknarfélagi
Reykjanesbæjar