Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 25. október 2002 kl. 13:43

Morgunblaðsgrein Jórunnar svarað

Miðaldra kona hér í bæ, Jórunn Tómasdóttir, sem titlar sig sem kennara við æðstu menntastofnun okkar Suðurnesjamanna, ræðst í Mogganum með ótrúlegu skítkasti að því fólki sem hefur af hugsjónarástæðum fylgt sér undir merkjum Framsóknarflokksins. Ég sem þessar línur skrifa hef um 35 ára skeið starfað innan þess flokks, víða um landið. Þar hef ég kynnst miklu ágætis fólki. Drenglindi og heiðarleiki hefur verið ríkur þáttur í skapgerð þessa fólks.

Í okkar samfélagi hér í Keflavík hef ég kynnst mörgum manninum og konunni sem hafa unnið undir merkjum þessa flokks.

Það er með öllu óþolandi þegar ráðist er í rituðu máli að þessu fólki og það ausið óhróðri.

Nú krefst ég þess, að þessi kona biðji mig og aðra félaga mína afsökunar opinberlega á ummælum sínum, annars mun hún hundur heita í mínum augum.

Ég ætla ekkert að ræða ráðningarmál Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, né álit mitt á hæfni konu sem lætur slíkt frá sér fara sem uppalanda við æðstu menntastofnun okkar Suurnesjamanna.

Jón Kr. Kristinsson félagi í Framsóknarfélagi
Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024