Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 14. júní 2012 kl. 18:39

Mömmusetur með kynningu í Reykjanesbæ

Mömmusetur í Hafnarfirði er fræðslusetur fyrir verðandi og nýorðnar mæður, þar sem þær fá fræðslu meðal annars um umframorku, líkamsbeitingu til að draga úr verkjum á meðgöngunni. Einnig bíður mömmusetur meðal annars upp á stimulastik sem er ungabarnaleikfimi og buggyfit þar sem mæður geta farið saman í göngur og komið sér í form eftir barnsburðinn.

Hafdís Sverrisdóttir iðjuþjálfi sem rekur mömmusetur ætlar að bjóða upp á fræðslu fyrir verðandi mæður, stimulastik og buggyfit í Húsinu okkar í Reykjanesbæ (K-húsið við Hringbraut). Þær sem hafa áhuga að kynna sér það sem er í boði geta komið hitt Hafdísi og Brynju í Húsinu okkar við Hringbraut á föstudag, 15. júní milli 17:00 – 19:00.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024