Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mjási er fundinn
Miðvikudagur 9. desember 2009 kl. 09:21

Mjási er fundinn

Það virkar greinilega að auglýsa í Víkurfréttum, því hann Mjási, sem við auglýstum eftir hér á vf.is í gær og í Víkurfréttum í dag, er kominn til réttra eigenda. Mjási týndist á fimmtudaginn fyrir réttri viku síðan eins og sjá má í tilkynningunni hér að neðan.

Mjási týndist á Ásbrú í Reykjanesbæ fimmtudaginn 4.desember. Hann er stór, svartur og grábröndóttur með hvíta höku. Hann er með græna hálsól en ekkert merkispjald. Hann er mjög gæfur og mjálmar mikið.
Vinsamlegast hafið samband hafiði orðið vör við hann. Davíð Mjásapabbi er í síma 695-3675.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024