Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 13. febrúar 2004 kl. 14:30

"Misvitrir stjórnmálamenn"

- Athugasemd við grein Arndísar Ástu Gestsdóttir.2.varaþingmanns Suðurkjördæmis.
 
Annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, Arndís Ásta, skrifaði grein á vef Víkurfrétta þann 12. feb sl og birtist hér að neðan úrdráttur úr grein hennar. 
"Staðreyndin er því miður sú að það er margt í lífeyrissjóðamálum okkar sem er í ólestri. Misvitrir yfirmenn eru að "gambla" með féð og það er ekki alltaf sem það skilar gróða. Ég er ekki að hnýta í alla okkar lífeyrissjóði, fjarri því. Margt er vel gert og í fínu lagi, en við höfum heyrt of mörg dæmi um vafasamar fjárfestingar og lánastarfsemi á undanförnum árum. Og hugsa sér það óréttlæti að taka af launamanni "skyldusparnað" alla tíð og binda í lífeyrissjóð. Ef þessi einstaklingur tekur svo uppá því að andast rétt um það leyti sem hann verður sjötugur, þá heldur sjóðurinn peningunum. Ég sé alltaf fyrir mér stjórnarfund í lífeyrissjóðnum hans rétt eftir andlátið. Bakkelsi á borðum, nokkurs konar erfisdrykkja. Sjóðurinn fékk peningana, þarf kannski að splæsa í nánasalegar ekkju-eða ekklabætur í nokkur ár, ef hinn látni var í hjónabandi".
Því miður er það svo að stundum fara stjórnmálamenn hamförum í fjölmiðlum og fjalla um málefni líðandi stundar án þess að kynna sér málin nægjanlega áður. Þessi tilvitnun sem hér birtist er áðurnefndum varaþingmanni til skammar og sýnir ljóslega vanþekkingu hennar á lífeyrismálum þjóðarinnar.
Til að fyrirbyggja svona afglöp aftur hvet ég áðurnefndan varaþingmann til að hafa samband við undirritaðann eða skoða vefsíðu lífeyrissjóðsins eða vefsíðu Landsambands Lífeyrissjóða. WWW.Lifsud.is, WWW.LL.is
 
Kveðja
 
Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024