Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Mistök eru til að læra af!
Laugardagur 3. október 2015 kl. 11:00

Mistök eru til að læra af!

– Gróa Axelsdóttir skrifar

Í samfélaginu í dag virðist ekki vera rúm fyrir nein mistök. Fréttamiðlar og samfélagsmiðlar taka ítrekað fólk af lífi fyrir að gera MISTÖK! Hvenær fórum við, mannfólkið, að vera svona dómhörð og vond? Hvar er umburðarlyndið og náungakærleikurinn?

Ég held að það þurfi allir að líta í sinn eigin barm og hugsa eins og svo margir sérfræðingar hafa sagt í gegnum áratugina, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig!

Hver og ein manneskja/einstaklingur er sérstakur að mörgu leyti, hver og einn á rétt á sér og hver og einn getur og gerir mistök. Það sem skiptir alltaf mestu máli er að læra af þeim mistökum sem við gerum og passa uppá að þau endurtaki sig ekki. Við gerum MISTÖK hvert og eitt okkar og það er allt í lagi! Við eigum ekki að úthúða fólki fyrir það og hvenær fór það að vera lausn að opinbera það fyrir alheiminum? Er ekki til betri leið!

Ég held að það sem vanti upp á eru samskiptin! Að eiga samskipti við annað fólk, vinna saman að markmiðum og vinna saman að því að bæta það sem þarf að bæta er mikilvægast af öllu.

Að vera besta útgáfan af sjálfum sér er svo ótrúlega mikilvægt og ef hver og einn einstaklingur stefndi að því á hverjum einasta degi tel ég að heimurinn og samfélagið okkar yrði alltaf aðeins betri. Við þurfum að þekkja okkar styrkleika og veikleika, vinna að því að bæta okkur á þá vegu sem þarf. Ef við þurfum aðstoð til þess þá sækjum við hana.

Ef við viljum sjá breytingar í samfélaginu okkar þá er mikilvægt að við byrjum hjá okkur sjálfum. Vertu góð fyrirmynd fyrir ungmennin og sýndu okkur þínar bestu hliðar.

Gróa Axelsdóttir

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024