Mismunið ekki bæjarbúum
Það vakti athygli mína í grein verðandi bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Guðbrands Einarssonar sem fjallaði um samverusvæði fjölskyldunnar, að hann hefur ekki kynnt sér málefni Njarðvíkurhverfis (svo ekki sé talað um Hafnir), og lítur greinilega ekki á sig sem fulltrúa þessa hluta Reykjanesbæjar. Hann segir orðrétt í grein sinni um samverusvæðið á Vatnsholti sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta:
“Það er ekki vegna áhugaleysis að ég nefni ekki svæði í Njarvíkurhverfi heldur vegna vanþekkingar. Ég á hins vegar von á því að íbúar Njarðvíkur geti bent á fjöldann allan af svæðum sem hentað gætu sem samverusvæði fyrir fjölskylduna.”
Ég tel það grundvallarkröfu að bæjarfulltrúar sýni bæjarbúum ÖLLUM, óháð búsetu sama áhuga og skilning.
Hafi Guðbrandur áhuga, þá er ég tilbúinn að auka á þekkingu hans á öðrum hverfum en Keflvíkurhverfi.
Ingi Gunnarsson
“Það er ekki vegna áhugaleysis að ég nefni ekki svæði í Njarvíkurhverfi heldur vegna vanþekkingar. Ég á hins vegar von á því að íbúar Njarðvíkur geti bent á fjöldann allan af svæðum sem hentað gætu sem samverusvæði fyrir fjölskylduna.”
Ég tel það grundvallarkröfu að bæjarfulltrúar sýni bæjarbúum ÖLLUM, óháð búsetu sama áhuga og skilning.
Hafi Guðbrandur áhuga, þá er ég tilbúinn að auka á þekkingu hans á öðrum hverfum en Keflvíkurhverfi.
Ingi Gunnarsson