Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Minningarorð um Njál Skarphéðinsson
Fimmtudagur 3. ágúst 2023 kl. 06:02

Minningarorð um Njál Skarphéðinsson

Við viljum með þessum orðum kveðja félaga okkar Njál Skarphéðinsson.

Njáll fæddist 13. júlí 1937 á Siglufirði, ólst upp á Dalvík og lærði bifvélavirkjun á Akureyri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fluttist ungur að árum til Keflavíkur, fann þar lífsförunaut sem hann missti fyrir nokkrum árum.

Hann hóf störf hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði lengi. Njáll var einstaklega laghentur maður og nutum við þess vel í Púttklúbbi Suðurnesja þar sem hann var ávallt tilbúinn til að annast lagfæringar og að smíða nýtt ef þurfti. Auk þess að vera góður púttari, þá var hann góður golfari, billjardspilari og bridgeari.

Við söknum því góðs félaga og vinar sem var einstaklega greiðvikinn og vildi helst allt fyrir alla gera.

Vottum fjölskyldu hans innilega samúð og þökkum honum samfylgdina.

F.h. Púttklúbbs Suðurnesja.
Hafsteinn Guðnason
Aðalbergur Þórarinsson