Minnihlutinn mætti ekki á jafnréttisnefndarfund
Enginn fulltrúi minnihlutans í Garði mætti á fund jafnréttisnefndar Garðs sem haldinn var þann 6. September sl. Um var að ræða fyrsta fund nefndarinnar. Tekið er fram í fundargerð nefndarinnar að aðeins hafi mætt þau Erna M. Sveinbjarnardóttir og Miroslaw Stanislaw Zarski. Hvorki aðal- né varamaður hafi mætt frá minnihlutanum.
Á jafnréttisfundinum, sem minnihlutinn missti af, voru afhentar möppur með ýmsum gögnum sem gætu komið nefndinni að notum m.a. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Farið var yfir 10. grein þeirra laga þar sem kveðið er á um hlutverk jafnréttisnefnda. Þar kemur m.a. fram að jafnréttisnefndir hafi umsagnarrétt eða umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórn til fjögurra ára í senn. Þær skulu lagðar fram ekki seinna en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.
Á jafnréttisfundinum, sem minnihlutinn missti af, voru afhentar möppur með ýmsum gögnum sem gætu komið nefndinni að notum m.a. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Farið var yfir 10. grein þeirra laga þar sem kveðið er á um hlutverk jafnréttisnefnda. Þar kemur m.a. fram að jafnréttisnefndir hafi umsagnarrétt eða umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórn til fjögurra ára í senn. Þær skulu lagðar fram ekki seinna en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.