Minniháttar útlitsbreytingar á vef Víkurfrétta
Eins og lesendur Víkurfrétta hafa tekið eftir þá hefur verið gerð minniháttar útlitsbreyting á vefsíðu Víkurfrétta. Hjá hönnunardeild VF og fyrirtækinu daCoda er hins vegar unnið að nýjum og gjörbreyttum frétta- og upplýsingavef. Gert er ráð fyrir að nýr vefur Víkurfrétta verði opnaður fyrir páska.Þessi útlitsbreyting sem gerð var á síðunni í dag er eingöngu til að „hressa“ síðuna við og telst smávægileg miðað við þá breytingu sem verður á vefnum fyrir páska.
Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í aðsókn að vef Víkurfrétta frá því seint á síðasta ári og aðsókn er enn að aukast og skipta flettingar á síðu Víkurfrétta þúsundum hvern dag. Nýr frétta- og upplýsingavefur er því svar við þeirri þörf sem skapast hefur fyrir öflugan fréttavef á Suðurnesjum.
Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í aðsókn að vef Víkurfrétta frá því seint á síðasta ári og aðsókn er enn að aukast og skipta flettingar á síðu Víkurfrétta þúsundum hvern dag. Nýr frétta- og upplýsingavefur er því svar við þeirri þörf sem skapast hefur fyrir öflugan fréttavef á Suðurnesjum.