Minna á mikilvægi þess að skuldir lækki
Bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar við afgreiðslu ársreikninga Reykjanesbæjar fyrir árið 2002. „Það er áhyggjuefni að sjá að rekstrartap á árinu 2001 er kr. 693.492.000,-. Á móti kemur söluhagnaður fasteigna kr. 204.669.000,- og fjármunatekjur kr. 320.716.000,- sem einkum stafa af gengishagnaði að upphæð rúmar 350 milljónir. Þrátt fyrir þessar hagstæðu breytingar er nettó tap bæjarsjóðs á síðasta ári kr. 168.107.000,-
Það er fátt mikilvægara en að þessu sé snúið við því bæjarsjóður verður að eiga afgang til að mæta afborgunum af lánum.
Í áritun endurskoðenda segir m.a. “Við viljum vekja athygli á skýringarlið nr. 2 í ársreikingunum, þar sem gerð er grein fyrir breyttum reiningsskilaaðferðum og framsetningu ársreiknings bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. Þessar breyttu reikningsskilaaðferðir gera samanburð við ársreikinga fyrri ára torveldan, þar sem verulegur munur er á reikningsskilaaðferðum sem beitt er við gerð ársreiknings 2002 og þeim aðferðum sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við gerð reikningsskila bæjarsjóðs Reykjanesbæjar.”
Jafnframt er ljóst að reikningar þessa árs verða verulega frábrugnir þeim sem nú eru til afgreiðslu vegna breytinga sem gerðar eru á yfirstandandi ári á eignarhaldi og umsýslu fasteigna bæjarins. Þá má búast við að rekstrarliðir aukist á sama tíma og fjármagnskostnaður á að lækka. Jafnframt munu eignir bæjarins minnka. Við minnum því á mikilvægi þess að skuldir lækki að sama skapi því eftir þær breytingar verður skuldaþol bæjarins jafnvel enn minna en nú er.“
Kjartan Már Kjartansson
Jóhann Geirdal
Guðbrandur Einarsson
Sveindís Valdimarsdóttir
Ólafur Thordersen
Það er fátt mikilvægara en að þessu sé snúið við því bæjarsjóður verður að eiga afgang til að mæta afborgunum af lánum.
Í áritun endurskoðenda segir m.a. “Við viljum vekja athygli á skýringarlið nr. 2 í ársreikingunum, þar sem gerð er grein fyrir breyttum reiningsskilaaðferðum og framsetningu ársreiknings bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. Þessar breyttu reikningsskilaaðferðir gera samanburð við ársreikinga fyrri ára torveldan, þar sem verulegur munur er á reikningsskilaaðferðum sem beitt er við gerð ársreiknings 2002 og þeim aðferðum sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við gerð reikningsskila bæjarsjóðs Reykjanesbæjar.”
Jafnframt er ljóst að reikningar þessa árs verða verulega frábrugnir þeim sem nú eru til afgreiðslu vegna breytinga sem gerðar eru á yfirstandandi ári á eignarhaldi og umsýslu fasteigna bæjarins. Þá má búast við að rekstrarliðir aukist á sama tíma og fjármagnskostnaður á að lækka. Jafnframt munu eignir bæjarins minnka. Við minnum því á mikilvægi þess að skuldir lækki að sama skapi því eftir þær breytingar verður skuldaþol bæjarins jafnvel enn minna en nú er.“
Kjartan Már Kjartansson
Jóhann Geirdal
Guðbrandur Einarsson
Sveindís Valdimarsdóttir
Ólafur Thordersen