Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Milljarða stuðningur við Helguvík
Miðvikudagur 6. mars 2013 kl. 09:22

Milljarða stuðningur við Helguvík

Hef jákvæðar væntingar til þess að hið sama gildi um stuðning við Helguvík og nú er verið að samþykkja á Bakka.

Eftir fund með fjármálaráðherra og tveimur þingmönnum Samfylkingarinnar úr Suðurkjördæmi á föstudagsmorgun hef ég jákvæðar væntingar til þess að hið sama gildi um stuðning við Helguvík og nú er verið að samþykkja á Bakka.

Hvað er verið að samþykkja á Bakka?  Þar á Vegagerðin að leggja 1,8 milljarða í vegaframkvæmdir, þar er ríkið að leggja 560 milljónir kr. í undirbúning lóðar, einnig leggur ríkið fram þálfunarstyrk upp á 340 milljónir kr. og um 800 milljónir kr. í hafnargerð. Þetta eru samtals um 3,5 milljarðar kr.

Ég geri einmitt ráð fyrir að um 3,5 milljarða kr. framlag komi til okkar.

Til að vera nákvæmari með okkar kostnað þá hefur Reykjanesbær þegar fjármagnað flestar framkvæmdir, þar á meðal  vegalagningu sem kostar reyndar ekki nema um um 500 milljónir kr. Þá væri ríkið að greiða um 2 milljarða króna vegna hafnargerðar í tengslum við bæði álver og kísilver.
Það eru um 60% framkvæmdakostnaðar. Hitt tekur bærinn á sig. Þá hljóta þálfunarstyrkir að vera amk. sambærilegir eða hærri hér því atvinnuverkefnið hér er mun umfangsmeira en upphafsverkið á Bakka. Þá er uppreiknaður framkvæmdakostnaður hafnarinnar vegna lóðar um 750 milljónir.

Miðað við að frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna Bakka er þegar komið til þingsins hljótum við að sjá sambærileg handtök fyrir okkur. Ég ítreka að við erum ekki að tala um viljayfirlýsingar heldur skuldbindingar.

Ég trúi því að þingmenn okkar í þessu kjördæmi fylgi þessu vel eftir við fjármálaráðherra og núverandi ríkisstjórn. Þeir hafa lofað því!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon,

bæjarstjóri í Reykjanesbæ.