Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Milli tveggja menningarheima
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 15:08

Milli tveggja menningarheima

Innflytjendur koma til Íslands frá mörgum löndum þar sem tungumál, náttúra og menning eru ólík. Við, sem erum af erlendu bergi, þurfum að breyta hegðun okkar og lífsstíl til að aðlagast umhverfinu hér. Það er alls ekki auðvelt að komast í hóp þar sem allir þekkja alla alveg frá barnsaldri. Við viljum sanna okkur sem manneskjur, starfsfólk, vinir og foreldrar. 

Sumir vilja búa hér stuttan tíma en stórbrotið Ísland er mjög ávanabindandi. Ísland byrjar að verða okkar heimaland, sérstaklega ef börn okkar fæðast hér. Við köllum Ísland landið okkar. Þótt heimþrá er niðurdrepandi og vetrartími getur verið erfiður reynum að sanna okkur og læra að vera partur af samfélaginu. Margir uppfylla drauma sína með því fara í háskóla, stofna fyrirtæki, efla hæfileika sína, ganga á fjöll og leggja á sig að læra íslensku. Við störfum í skólum, leikskólum, við fiskvinnslu og erum í góðum störfum í fyrirtækjum þar sem menntun eða geta okkar skiptir máli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það eru ekki allir sem trúa því að útlendingar geta verið vel menntaðir eða hæfilekaríkir og þess vegna er stundum erfitt að vera útlendingur hér á Íslandi. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og niðurstöður þeirra sýna veikari félagslega stöðu og þátttöku útlendinga í samfélaginu en sérstaklega barna og ungmenna af erlendum uppruna.  Nú er tími til þess að finna leiðir (aðgerðir) til þess að koma í veg fyrir þetta með því að hætta að leggja áherslu á skort þessarra einstaklinga og einblína frekar á styrkleika þeirra.
Ég, sem útlendingur og Íslendingur, bý á milli tveggja menningarheima. Börnin mín þurfa að venjast báðum menningarheimum. Það kallar á mikla vinnu að ala börn upp til að bera virðingu fyrir báðum menningarheimum. Á mínu heimili blöndum við íslenskum og pólskum hefðum saman og reynum að mynda okkar uppskrift að lífinu.

Fjölmenning er fjársjóður og það væri æði ef allir sem búa á Íslandi væru meðvitaðir um það. Engin er eins og þess vegna er gaman að geta lært af öðrum, líka af fólki sem kemur úr ólíkum menningarheimum. Að hafa samskipti sín á milli er undirstaða fjölmenningarlegs samfélags. Ræktum samskiptin, verum jákvæð og tökum tillit til annarra.

Katarzyna Þóra Matysek, í 11.sæti á lista Beinnar leiðar