Mikilvægt að rétt sé farið með tölur
Í Fréttablaðinu í gær [miðvikudaginn 24. maí] var frétt um MPA skýrslu Sigurðar Björnssonar. Þar kom fram að í samanburði við stærstu sveitarfélög á landinu stendur bæjarsjóður Reykjanesbæjar illa og á engan hátt samanburð við önnur stór sveitarfélög. Bæjarstjóri reynir að koma með yfirklór á Víkurfréttavefnum sem er afskaplega máttlaust og gefur til kynna að þarna sé Sigurður í sinni skýrslu meðvitað að gera lítið úr Reykjanesbæ. Niðurstöður Sigurðar eru hins vegar mjög í samræmi við aðvörunarorð okkar í minnihlutanum allt þetta kjörtímabil og koma okkur því ekkert á óvart.
M.a. er haft eftir bæjarstjóra að „hið sanna er að hlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins.”
Ég tók saman tölur um fjölda íbúa í 5 stærstu sveitarfélaga landsins í árslok 2003 og 2005 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda í sveitarfélögum á Íslandi. Þær miða við íbúafjölda 31. desember hvers árs. Niðurstöðurnar voru þessar:
Sveitarfélag 31. des. 2003 31. des. 2005 Hlutf. fjölgun
Reykjavík 113.288 114.968 1,5%
Kópavogur 25.352 26.512 4.6%
Hafnarfjörður 21.207 22.498 6.1%
Akureyri 16.086 16.756 4.2%
Reykjanesbær 10.908 11.367 4.2%
Samkvæmt þessum tölum kemur í ljós að fullyrðing bæjarstjóra um að „hið sanna er að hlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins.” stenst ekki. Hvað bæjarstjóra gengur til að segja þetta er erfitt að átta sig á en hafa ber það sem sannara reynist.
Eysteinn Eyjólfsson formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans
M.a. er haft eftir bæjarstjóra að „hið sanna er að hlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins.”
Ég tók saman tölur um fjölda íbúa í 5 stærstu sveitarfélaga landsins í árslok 2003 og 2005 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda í sveitarfélögum á Íslandi. Þær miða við íbúafjölda 31. desember hvers árs. Niðurstöðurnar voru þessar:
Sveitarfélag 31. des. 2003 31. des. 2005 Hlutf. fjölgun
Reykjavík 113.288 114.968 1,5%
Kópavogur 25.352 26.512 4.6%
Hafnarfjörður 21.207 22.498 6.1%
Akureyri 16.086 16.756 4.2%
Reykjanesbær 10.908 11.367 4.2%
Samkvæmt þessum tölum kemur í ljós að fullyrðing bæjarstjóra um að „hið sanna er að hlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins.” stenst ekki. Hvað bæjarstjóra gengur til að segja þetta er erfitt að átta sig á en hafa ber það sem sannara reynist.
Eysteinn Eyjólfsson formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans