Mikilvægi eldvarnartækja
Fyrir 15 árum þá keypti ég íbúð á Túngötu 22 hér í Grindavík og stuttu seinna keypti ég mér slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnarteppi vegna þess að ég hef farið í vélskóla og stýrimannaskólann og þar af leiðandi þá fór ég á eldvarnar námskeið í brunavörnum hjá Slökkviliði Reykjavíkur og eldvarnarnámskeið hjá Sæbjörgu o.fl. Þar var mér sýnt hvað eldur er ótrúlega fljótur að breiða úr sér, svo fljótur að maður má þakka fyrir að geta komið sér óskaddaður út úr húsi ef kviknar í húsinu.
Árið 1998 eða 1999 þá kallaði ég á heimilisfólkið og sýndi þeim hvernig á að nota slökkvitækið og eldvarnarteppið og sagði þeim jafnfram að ef það tekst ekki að slökkva strax, að þá eigi það að koma sér út á stundinni.
Svo gerðist það um daginn að ég er inni í hjónaherbergi og þá er kallað og ég heyrði strax að eitthvað var að og hljóp eins og eldibrandur fram. Þá hafði kviknað í feiti á eldavélinni og þegar ég kom inn í eldhús þá var konan mín að kasta eldvarnarteppinu yfir pottinn og eins og sjá má á teppinu á myndinni var feitinn að byrja að dreifa úr sér.
Þegar þetta var afstaðið þá spurði ég eins og bjáni: Hvernig vissirðu af teppinu? Og hún svaraði orðrétt: Þú segja mér einu sinni.
Það er núna fyrst nokkrum dögum seinna að ég er að gera mér grein fyrir alvarleika málsins. Ef ekkert eldvarnarteppi hefði verið og hún hefði hent einhverju öðru, kannski handklæði eða ég veit ekki hvað. Hvað hefði gerst þá, og við ósjálfrátt farið með hendurnar í það og ofaní feitina og brennt okkur.
Það er endalaust hægt að hugsa sér hvað hefði gerst, en við munum aldrei fá að vita það, en það fer um mig hrollur þegar ég hugsa um hvað hefði getað gerst. Ég sagði við konuna mína: Gott hjá þér hvað þú varst snögg. Það er kallað leó á Thailensku.
Og meira að segja, þá var hólkurinn, þar sem teppið var, kominn bakvið ískápinn undir drasli, en konan vissi af honum þar, og það var handagangur í öskjunni þegar hún var að ná í hann. Hún var ótrúlega snögg (eða Leó) eins og Thailendingum er einum lagið.
Þess vegna vil ég segja við alla: Kaupið slökkvitæki eða allavega eldvarnarteppi þó væri ekki annað, og vonandi þurfið þið aldrei að nota það.
Þó allt sé tryggt þá er aldrei gaman að lenda í þessu og ég tala nú ekki um slys á fólki sem verður aldrei bætt.
Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Grindavík
Árið 1998 eða 1999 þá kallaði ég á heimilisfólkið og sýndi þeim hvernig á að nota slökkvitækið og eldvarnarteppið og sagði þeim jafnfram að ef það tekst ekki að slökkva strax, að þá eigi það að koma sér út á stundinni.
Svo gerðist það um daginn að ég er inni í hjónaherbergi og þá er kallað og ég heyrði strax að eitthvað var að og hljóp eins og eldibrandur fram. Þá hafði kviknað í feiti á eldavélinni og þegar ég kom inn í eldhús þá var konan mín að kasta eldvarnarteppinu yfir pottinn og eins og sjá má á teppinu á myndinni var feitinn að byrja að dreifa úr sér.
Þegar þetta var afstaðið þá spurði ég eins og bjáni: Hvernig vissirðu af teppinu? Og hún svaraði orðrétt: Þú segja mér einu sinni.
Það er núna fyrst nokkrum dögum seinna að ég er að gera mér grein fyrir alvarleika málsins. Ef ekkert eldvarnarteppi hefði verið og hún hefði hent einhverju öðru, kannski handklæði eða ég veit ekki hvað. Hvað hefði gerst þá, og við ósjálfrátt farið með hendurnar í það og ofaní feitina og brennt okkur.
Það er endalaust hægt að hugsa sér hvað hefði gerst, en við munum aldrei fá að vita það, en það fer um mig hrollur þegar ég hugsa um hvað hefði getað gerst. Ég sagði við konuna mína: Gott hjá þér hvað þú varst snögg. Það er kallað leó á Thailensku.
Og meira að segja, þá var hólkurinn, þar sem teppið var, kominn bakvið ískápinn undir drasli, en konan vissi af honum þar, og það var handagangur í öskjunni þegar hún var að ná í hann. Hún var ótrúlega snögg (eða Leó) eins og Thailendingum er einum lagið.
Þess vegna vil ég segja við alla: Kaupið slökkvitæki eða allavega eldvarnarteppi þó væri ekki annað, og vonandi þurfið þið aldrei að nota það.
Þó allt sé tryggt þá er aldrei gaman að lenda í þessu og ég tala nú ekki um slys á fólki sem verður aldrei bætt.
Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Grindavík