Mikilvægasta máltíð dagsins
Það er mikilvægt að hefja daginn á góðum morgunverði til þess að fá orku fyrir daginn. Sérstaklega er mikilvægt að skólafólkið okkar borði hollan og góðan morgunmat en fari ekki með tóman maga og orkulaus í skólann.
Ágæt regla fyrir yngri skólabörn að þau taki þátt í að undirbúa morgunmatinn. Þau geta m.a. tekið þátt í undirbúningi með því að leggja á borð fyrir morgunverðinn að kvöldi áður en þau fara að sofa. Þannig taka þau þátt í að undirbúa fyrstu samverustund fjölskyldunnar þegar fjölskyldumeðlimir borða eina mikilvægustu máltíð dagsins.
Birgitta Jónsdóttir Klasen
Náttúrulæknir