Mikil vöntun á blóði - ákall til blóðgjafa
Nú rennur mér blóðið til skyldunnar og minni á að Blóðbankinn þarf verulega á blóði að halda eftir verkfall undanfarinna vikna.
Blóðbankabíllinn verður við KFC í Reykjanesbæ á morgun, 16. júní frá kl. 10:00 til 14:00. Ég bið alla sem vettlingi geta valdið eða öllu heldur geta brett upp ermar og eru nægilega hraustir til að gefa að mæta og veita þennan lífsnauðsynlega vökva beint frá hjartanu.
Blóðgjöf er lífgjöf. Styðjum Blóðbankann, þá sem þurfa blóð og okkur sjálf.
Mætum sem flest og gefum blóð á morgun.
Ég þakka fyrirfram fyrir góðar undirtektir.
Með blóðgjafakveðju,
Ólafur Helgi