Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Mikil þörf á mataraðstoð fyrir páskana
Fjölskylduhjálp Íslands er að Baldursgötu 14
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 10:45

Mikil þörf á mataraðstoð fyrir páskana

Við hófum starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands á núlli í september 2003. Við afgreiddum 30.000 matargjafir árið 2012. Við greiddum tæpar 22 milljónir í vsk til ríkisins á árunum 2008 til og með 2012.
 
Fyrir páskahátíðina í ár munum við afgreiða mataraðstoð til 600 fjölskyldna.    Við aðstoðum 60 foreldra  fermingarbarna við að halda fermingarveislur í ár.  Vodafone afhenti okkur fimm  Samsung Galaxy síma til að gefa foreldrum sem hafa ekki fjárráð til að kaupa fermingargjafir fyrir börnin sín.
 
Í ár  hófum við að gera vinnustaðasamninga í samvinnu við Vinnumálastofnun og TR við einstaklinga sem hafa verið lengur en þrjú ár án atvinnu en hefðu ella farið á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.   
 
Þeir sem eru aflögufærir með páskaegg fyrir börn á efnalitlum heimilum er bent á að tekið verður á móti páskaeggjum eftir helgina á mánudag og þriðjudag frá kl. 13 til 18 bæði í Reykjavík að Iðufelli 14 og í Reykjanesbæ að Baldursgötu 14.
 
Á báðum stöðum er opið alla virka daga frá kl. 13 til 18.
 
f.h. Fjölskylduhjálp Íslands
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður
Public deli
Public deli