Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mikið starf hjá Lundi
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 11:21

Mikið starf hjá Lundi

Lundur óskar ykkur gleðilegs nýs árs og langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem stutt hafa við bakið á okkur, um leið minnum við á hvað Lundur hefur uppá að bjóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ráðgjafaviðtöl.
Fyrir þá sem eru háðir áfengi, fíkniefnum og eða annari fíkn, búin að fá nóg og vilja gera eitthvað í málunum fyrir sig. Fyrir utan að hringja í síma Lundar sem er 772-5463 sem er oft á tíðum fyrsta skrefið og vilja ræða málin, þá kemur ráðgjafi frá SÁÁ á hverjum mánudegi og er með viðtalstíma til kl. 16:00 þar sem hann/hún fer yfir málin með viðkomandi og gefur ráð og fleira um það hvað best er að gera í hverju tilfelli sem um ræðir.


Því næst er ráðgjafinn með stuðning
(grúppu) sem er frá 16:30–17:30 sem er opin öllum þeim sem hafa að minnsta kosti 10 daga edrú tíma, óháð aldri eða kyni. Eflir þetta sjálfsmat og vilja viðkomandi og gefur þeim trú á að það er allt hægt, þau skiptast á reynslu sinni um bata, föll og fleira.


Og þá er það foreldrafræðslan
sem er frá kl. 18:00–20:00, einnig alla mánudaga. Felst hún í svo mjög fróðum fyrirlestri sem er í ca. 45 mín og grúppu eftir það sem er einnig í ca.45 mín. Þó svo að þetta beri nafnið foreldrafræðsla þá er þessi stund ekki síður fyrir aðstandendur af öllu tagi. Það er aðstandandi barna, maka, foreldra, systkina, vina og annarra.

Að vera aðstandandi af þessum völdum er svo erfitt, gerir mann svo andlega gjaldþrota og veikan að það er beinlínis hættulegt og þannig getum við ekki hjálpað neinum, því er það svo nauðsynlegt að nýta sér svona ráðgjöf og fræðslu. Gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Eins og gert er í flugvél, fyrst setur þú grímuna á sjálfan þig og síðan á barnið, er það ekki?


Foreldrameðferð/námskeið
verður haldin helgina 23.-24. janúar, er frá kl. 09:00 til kl. 16:00 laugardag og sunnudag.
Skráning er hafin og allar nánari upplýsingar fást í síma 772-5463.


Önnur nýting á húsnæði Lundar eru:
NA-deild á þriðjudagskvöldum kl: 20.00 sem er fyrir unga fíkla.
Al-anon á föstudagskvöldum kl: 20.00 sem er fyrir adstandendur.


www.lundur.net


Mynd: Frá kynningarfundi sem Lundur stóð fyrir.