Miðjufélag stofnað í Fjölbrautarskóla Suðurnesja
Þriðjudaginn 29. nóvember var stofnað miðjufélag í Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Sérstakir heiðursgestir að þessu tilefni voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Birkir Jón Jónsson alþingismaður.
Í grein á vefsíðu Framsóknarmanna, www.xbreykjanesbaer.is, segist Brynja Lind Sævarsdóttir, formaður Félags Ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ mjög ánægð með daginn og margir hefðu sýnt málefninu áhuga, þá sagðist hún mjög sátt við fjölda stofnfélaga og ljóst að nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja vilji koma sínum skoðunum á framfæri. Miðjufélagið er vettvangur fyrir nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja til að hafa áhrif á stefnu Framsóknarflokksins og þar með ríkisstjórnarinnar í málefnum ungs fólks. Á myndinni má sjá hluta hópsins ásamt þeim Birki og Guðna.
Margt er á döfinni hjá ungum Framsóknarmönnum í Reykjanesbæ, 16. desember verða m.a. tónleikar með hljómsveitinni Hjálmum svo eitthvað sé nefnt.
Af xbreykjanesbaer.is
Í grein á vefsíðu Framsóknarmanna, www.xbreykjanesbaer.is, segist Brynja Lind Sævarsdóttir, formaður Félags Ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ mjög ánægð með daginn og margir hefðu sýnt málefninu áhuga, þá sagðist hún mjög sátt við fjölda stofnfélaga og ljóst að nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja vilji koma sínum skoðunum á framfæri. Miðjufélagið er vettvangur fyrir nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja til að hafa áhrif á stefnu Framsóknarflokksins og þar með ríkisstjórnarinnar í málefnum ungs fólks. Á myndinni má sjá hluta hópsins ásamt þeim Birki og Guðna.
Margt er á döfinni hjá ungum Framsóknarmönnum í Reykjanesbæ, 16. desember verða m.a. tónleikar með hljómsveitinni Hjálmum svo eitthvað sé nefnt.
Af xbreykjanesbaer.is