Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Mesta uppbygging sögunnar í Reykjanesbæ
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 12:04

Mesta uppbygging sögunnar í Reykjanesbæ

Því verður ekki á móti mælt að síðastliðin 4 ár eru mesti uppbyggingartími ísögu Reykjanesbæjar. Nóg var af neikvæðniröddum gagnvart áformum okkar bæði innan sem utan bæjar. Innan bæjar voru til menn sem bjuggust við að hér gerðist ekkert nema með tilstyrk stjórnvalda, sem höfðu lítið sinnt svæðinu.
Utan svæðis voru sérfræðingar sem virtust óttast að Reykjanesbær væri að draga þróttinn úr þeirra eigin bæjarfélögum og reyndu því að sverta eða gera lítið úr vinnu okkar.

Rekstrarstaða þessa sveitarfélags hefur verið veik en eignastaða sterk. Hér hefur verið byggt upp til að fjölga íbúum, styrkja atvinnulífið og styrkja þannig rekstrarstöðuna. Við höfum hlustað á úrtölumenn og farið vel yfir orð þeirra, tekið mark á því sem markvert var en vísað öðru á bug.

Á síðasta ári skilaði Reykjanesbær 384 milljón króna hagnaði. Skuldir lækkuðu um 1.300 milljónir og eiginfjárhlutfall bæjarins hækkaði úr 40% í 42% á kjörtímabilinu. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir og allir geta kynnt sér. Haldi menn öðru fram er það í besta falli misskilningur.

Stöndum saman gegn niðurrifsöflunum!
Við eigum betra skilið!

Björk Guðjónsdóttir
forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024