Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Menntapenninn: Samvinnuverkefni okkar allra
Föstudagur 23. september 2016 kl. 06:00

Menntapenninn: Samvinnuverkefni okkar allra

Mennta-og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélög hafa gert með sér þjóðarsáttmála um læsi og í sameiningu á að bæta læsi barna á Íslandi til framtíðar. Markmið er að 90% barna geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Ef nemendur eiga í erfiðleikum með lesskilning getur það haft neikvæð áhrif á námsframvindu og einnig atvinnutækifæri síðar meir.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt PISA árið 2012  kom í ljós að næstum þriðji hver strákur og um 12% stúlkna í 10. bekk geta ekki lesið sér til gagns en þessu hlutfalli stefnum við á að breyta og nú snúum við vörn í sókn. Við þurfum að fylgja eftir skýrri markmiðssetningu um árangur í læsi og til þess að það gangi vel þarf gott samstarf á milli skólastjórnenda, kennara, nemenda og foreldra. Í Reykjanesbæ höfum við gott bókasafn sem öll börn hafa aðgang að, það gegnir mikilvægu hlutverki í samstarfinu. Læsi barna er samvinnuverkefni sem við getum öll tekið þátt í og meginmarkmið Læsissáttmálans er að stuðla að aukinni lestrarfærni barna með virkri þátttöku og stuðningi foreldra.

Heimili og skóli heldur stutta kynningu á Læsissáttmálanum í Íþróttaakademíunni Krossmóa 58, þriðjudaginn 27. september klukkan 18 og hvetjum við alla foreldra og allt skólafólk í Reykjanesbæ til að fjölmenna á kynninguna.

Lestrarkveðja,
Verkefnastjórar FFGÍR
Anna Hulda og Anna Sigríður
https://www.facebook.com/ffgir/