Menningar- og sögutengt fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík
Fimmtudaginn 1. mars frá kl. 20 – 22 verður menningar- og sögutengt fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík. Björn Hróarsson flytur erindi og sýnir myndir af hellum í Grindavíkurlandi og kynnir nýju bókina sína, Íslenskir Hellar. Ómar Smári Ármannsson flytur erindi og sýnir myndir af flugvélaflökum frá hernámsárunum.
Sigrún Franklín kynnir verkefnið „Af stað á Reykjanesið“ kynning á: gömlum þjóðleiðum, göngukorti, væntanlegum þjóðleiðarlýsingum og skipulögðum gönguferðum. Jafnframt verðu kynning á fyrirhugaðri 2.- 3. daga göngu- og hellaferð í Brennisteinsfjöll um Verslunarmannahelgina.
Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
www.saltfisksetur.is
Sigrún Franklín kynnir verkefnið „Af stað á Reykjanesið“ kynning á: gömlum þjóðleiðum, göngukorti, væntanlegum þjóðleiðarlýsingum og skipulögðum gönguferðum. Jafnframt verðu kynning á fyrirhugaðri 2.- 3. daga göngu- og hellaferð í Brennisteinsfjöll um Verslunarmannahelgina.
Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
www.saltfisksetur.is