Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 22:52

Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur mikla skömm á framgangi H-listamanna í Garði

Yfirlýsing hefur verið send frá formanni Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps til kjörnefndar þegar listar voru lagðir fram 4. maí að Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps stæði ekki að neinu framboði fyrir sveitastjórnakosningar 25. maí næstkomandi. Ástæðan er sú að til er listi sem heitir H-listi, listi Sjálfstæðismanna og annara frjálslyndra og var í minni hluta á síðasta kjörtímabili. Stuðningsmenn þess lista er mikill minni hluti Sjálfstæðismanna í Garðinum og hefur meirihluti Sjálfstæðismanna mikla skömm á framgangi H-lista manna síðasta kjörtímabils. Þetta segir Gunnar H Hasler, formaður Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps í bréfi til Víkurfrétta.Þar vil ég nefna nokkur mál: Hitaveitu Suðurnesja var breytt í hlutafélag á síðasta kjörtímabili, þar börðust fulltrúar H-listans á móti því framfaramáli fyrir Suðurnesjamenn. Þrátt fyrir að hlutfjárvæðing sé eitt af stefnu málum Sjálfstæðisflokksins. Bókanir H lista til að mynda um tekjuöflun sveitasjóðs eru með slíkum eindæmum að fá heyrt er og greinar þær sem hafa birst í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu geta ollið Gerðahreppi verulegu tjóni. Þegar landsmenn lesa þessar bókanir gætu þeir haldið að þetta byggðalag væri vart á vetur setjandi. Staðreyndin er hins vegar sú að Gerðahreppur er í áttunda sæti yfir best reknu sveitafélög á landinu. Þau sveitafélög sem þar eru á undan eru flest með einhverjar gullkistur til að ausa úr.

Þrjú af sveitafélögum á Suðurnesjum hafa verið í gjörgæslu Félagsmálaráðuneytis undanfarin ár. Þar hegða stjórnarandstæðingar sér ekki með slíkum ósköpum eins og hér í Garði enda menn sem vilja byggðarlagi sínu allt hið besta. Sem betur fer eru öll þessi byggðarlög nú komin úr gjörgæslu og fjárhagur þeirra í fínu lagi eftir hlutafjárvæðingu Hitaveitu Suðurnesja.
Gerðahreppur lét teikna hús fyrir safna og menningartengda ferðaþjónustu við Garðskaga sem er einn af fallegustu stöðum á Suðurnesjum en þar er lítil aðstaða fyrir mikin fjölda ferðamanna sem koma þar árlega. Þessu var minnihlutin algörlega á móti gengu um og hæddust að því að verið væri að bruðla 700.000 þúsundum í þetta. Málið var ekki verra en það að nú hefur borist styrkur úr ríkissjóði upp á þrjár miljónir til að halda málinu áfram. Þarna gæti verið um nýja atvinnugrein að ræða fyrir Gerðahrepp.

Gerðahreppur hefur látið teikna íbúðir fyrir aldraða við Garðvang sem er inn á lóð Garðvangs, lóð sem er það stór að hún mun duga fyrir Garðvang næstu hundrað ár. Þessu er framkvæmdarstjóri Garðvangs, Finnbogi Björsson, og fulltrúi H-listans í hreppsnefnd sem næst búinn að eyðilegga fyrir Gerðahreppi og íbúum byggðarlagsins með því að ganga bónar veg í allar sveitastjórnir sem eiga lóð undir Garðvangi með Gerðahreppi og telja þeim trú um að þetta þrengi að Garðvangi og skyggi á útsýni úr garðskála. Ég sat sem áheyrandi á hreppsnefndarfundi þegar deiliskipulag var samþykkt. Þar hélt Finnbogi harmþrungna ræðu um að hann yrði að gæta hagsmuna vistmanna á Garðvangi. Þetta hljómar í eyrum flestra Garðmanna sem hreinn brandari. Skildi Finnbogi hafa verið að gæta hagsmuna Garðmanna með þessu eða Garðvangs sem mundi hafa mikinn styrk af þessari framkvæmd í betri nýtingu á þjónustuliðum.
NEI, númer eitt er að koma höggi á núverandi meirihluta.

Það hefur valdið okkur Garðbúum mestum vonbrigðum að önnur sveitafélög sem við teljum vini okkar og félaga skuli láta glepjast af slíkum málflutningi. Ég ásamt mörgum öðrum var farin að linast í sameiningarmálum, taldi rétt að á næstu fimm til tíu árum væri rétt að sameinast Reykjanesbæ þegar við værum búnir að koma mörgum framfaramálum sem er okkur hjartfólgin í verk, en afgreiðsla bæjaráðs Reykjanesbæjar kom mér og þeim sem ég hef rætt þetta við á byrjunarreit.

Ég vil að lokum kvetja alla Garðmenn til að styðja núverandi meirihluta til áframhaldandi stjórnar í Gerðahreppi, það mun verða okkur til gæfu.

Formaður Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps
Gunnar H Hasler
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024