Meira um D-álmuna
Vangaveltur undirritaðs um hvað væri að verða um D-álmuna, sem birtust í Víkurfréttum í þ. 11. mars sl., hafa kallað fram sterk viðbrögð. Fjöldi fólks hefur haft samband við undirritaðan, stjórnendur Heilbrigðisstofunar skýrt sín sjónarmið og Fréttablaðið ritað fréttir og tekið viðtöl við ýmsa sem bæði tengjast málinu og hafa á því skoðanir ásamt því að birta ályktun frá stjórn styrkarfélags sjúkrahússins.
Allt er þetta af hinu góða því það er greinilegt að í Reykjanesbæ er mikil þörf fyrir umræðu um þetta mál og margir sem hafa á því mjög sterkar skoðanir.
180 gráðu beygja
Allt fram á mitt síðasta ár var unnið að opnun D-álmunnar á þeim grunni og skv. þeirri stefnu sem mótuð hafði verið fyrir mörgum árum; að þar yrði langlegudeild fyrir sjúka aldraða. Ný húsgögn og innréttingar voru miðuð við þarfir aldraðra og starfsmenn vissu ekki annað en áætlanir stæðust og loks sæi fyrir endann á langþráðum draumi. En þá er tekin 180° beygja, eins og stjórnendur HSS hafa sjálfir komist að orði, og stefnunni gjörbreytt.
Fjárstuðningur
Margir aðilar, sem í gegnum árin hafa safnað fé og gefið gjafir til D-álmunnar í þeirri trú að þar yrði sett á stofn langlegudeild fyrir sjúka aldraða, finnst þeir hafa verið sviknir. Sveitarfélögin tóku m.a. þátt í flýtifjármögnun verksins til þess að hraða mætti framkvæmdum sem nú eru að verða að einhverju allt öðru en lagt var af stað með í upphafi.
Hafa sveitarstjórnir samþykkt?
Í umfjöllun Fréttablaðsins miðvikudaginn 24. mars sl. er haft eftir framkvæmdastjóra HSS að sveitarfélögin hafi lagt blessun sína yfir þessa nýju stefnu. Það kannast ég ekki við. Helstu punktar úr heildarstefnumótun HSS voru kynntir á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sl. haust og samþykkti fundurinn ályktun þar sem hann lýsti ánægju sinni með að menn væru að vinna stefnumótunarvinnu fyrir HSS og lögðu áherslu á að mikilvægt væri að HSS fengi fjármagn til þess að byggja upp stofnunina. Málefni aldraðra og D-álmunnar voru rædd en þegar í ljós kom á fundinum að ýmsar fyrirliggjandi upplýsingar í stefnumótununni, m.a. tölur um fjölda aldraðra sem biðu úrræða, bar ekki saman var umræðum fljótlega hætt og ákveðið að fara ofan í málið betur síðar. Síðan þá hafa forsvarsmenn sjúkrahússins átt fundi með sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, hverri fyrir sig, en þessi nýja stefna hefur ekki komið til formlegrar umfjöllunar hjá sveitarstjórnarmönnum svo ég viti. Hún hefur a.m.k. ekki verið rædd með formlegum hætti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Það kann hins vegar vel vera að einstakir bæjarfulltrúar hafi látið í ljós ánægju sína með nýju stefnuna með óformlegum hætti, þó svo að ég leyfi mér að draga slíkt í efa, en slíkt getur ekki talist endurspegla vilja sveitarstjórnarmanna með formlegum hætti.
Málið á dagskrá
Til þess að taka af allan vafa, og til þess að heyra sjónarmið bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hefur undirritaður óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá á næsta bæjarstjórnarfundi þ. 6. apríl. Við verðum að ræða þetta mikilvæga mál. Það er a.m.k. skoðun undirritaðs að ekki verði hjá því komist að taka D-álmuna í notkun strax fyrir sjúka aldraða, eins og lagt var upp með í upphafi og fjölmargir aðilar hafa unnið að, og aðrar fyrirætlanir verði að leggja til hliðar amk. í bili og á meðan annarra leiða er leitað.
Fyrr næst ekki ró í hjörtum bæjarbúa. Ég skora því á stjórnendur HSS að leggja áform um aðra nýtingu D-álmunnar til hliðar í bili og opna hana nú þegar fyrir sjúka aldraða svo íbúar Reykjanesbæjar, og aðrir Suðurnesjamenn, geti átt áhyggjulaust ævikvöld í heimabyggð.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
Bæjarfulltrúi B-lista
Framsóknarflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Allt er þetta af hinu góða því það er greinilegt að í Reykjanesbæ er mikil þörf fyrir umræðu um þetta mál og margir sem hafa á því mjög sterkar skoðanir.
180 gráðu beygja
Allt fram á mitt síðasta ár var unnið að opnun D-álmunnar á þeim grunni og skv. þeirri stefnu sem mótuð hafði verið fyrir mörgum árum; að þar yrði langlegudeild fyrir sjúka aldraða. Ný húsgögn og innréttingar voru miðuð við þarfir aldraðra og starfsmenn vissu ekki annað en áætlanir stæðust og loks sæi fyrir endann á langþráðum draumi. En þá er tekin 180° beygja, eins og stjórnendur HSS hafa sjálfir komist að orði, og stefnunni gjörbreytt.
Fjárstuðningur
Margir aðilar, sem í gegnum árin hafa safnað fé og gefið gjafir til D-álmunnar í þeirri trú að þar yrði sett á stofn langlegudeild fyrir sjúka aldraða, finnst þeir hafa verið sviknir. Sveitarfélögin tóku m.a. þátt í flýtifjármögnun verksins til þess að hraða mætti framkvæmdum sem nú eru að verða að einhverju allt öðru en lagt var af stað með í upphafi.
Hafa sveitarstjórnir samþykkt?
Í umfjöllun Fréttablaðsins miðvikudaginn 24. mars sl. er haft eftir framkvæmdastjóra HSS að sveitarfélögin hafi lagt blessun sína yfir þessa nýju stefnu. Það kannast ég ekki við. Helstu punktar úr heildarstefnumótun HSS voru kynntir á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sl. haust og samþykkti fundurinn ályktun þar sem hann lýsti ánægju sinni með að menn væru að vinna stefnumótunarvinnu fyrir HSS og lögðu áherslu á að mikilvægt væri að HSS fengi fjármagn til þess að byggja upp stofnunina. Málefni aldraðra og D-álmunnar voru rædd en þegar í ljós kom á fundinum að ýmsar fyrirliggjandi upplýsingar í stefnumótununni, m.a. tölur um fjölda aldraðra sem biðu úrræða, bar ekki saman var umræðum fljótlega hætt og ákveðið að fara ofan í málið betur síðar. Síðan þá hafa forsvarsmenn sjúkrahússins átt fundi með sveitarstjórnum sveitarfélaganna á Suðurnesjum, hverri fyrir sig, en þessi nýja stefna hefur ekki komið til formlegrar umfjöllunar hjá sveitarstjórnarmönnum svo ég viti. Hún hefur a.m.k. ekki verið rædd með formlegum hætti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Það kann hins vegar vel vera að einstakir bæjarfulltrúar hafi látið í ljós ánægju sína með nýju stefnuna með óformlegum hætti, þó svo að ég leyfi mér að draga slíkt í efa, en slíkt getur ekki talist endurspegla vilja sveitarstjórnarmanna með formlegum hætti.
Málið á dagskrá
Til þess að taka af allan vafa, og til þess að heyra sjónarmið bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hefur undirritaður óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá á næsta bæjarstjórnarfundi þ. 6. apríl. Við verðum að ræða þetta mikilvæga mál. Það er a.m.k. skoðun undirritaðs að ekki verði hjá því komist að taka D-álmuna í notkun strax fyrir sjúka aldraða, eins og lagt var upp með í upphafi og fjölmargir aðilar hafa unnið að, og aðrar fyrirætlanir verði að leggja til hliðar amk. í bili og á meðan annarra leiða er leitað.
Fyrr næst ekki ró í hjörtum bæjarbúa. Ég skora því á stjórnendur HSS að leggja áform um aðra nýtingu D-álmunnar til hliðar í bili og opna hana nú þegar fyrir sjúka aldraða svo íbúar Reykjanesbæjar, og aðrir Suðurnesjamenn, geti átt áhyggjulaust ævikvöld í heimabyggð.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
Bæjarfulltrúi B-lista
Framsóknarflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar