Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Meira læknadóp, lyfjaframleiðsla og evran
Sunnudagur 4. desember 2005 kl. 15:05

Meira læknadóp, lyfjaframleiðsla og evran

Nýr vikulegur íslenskur rannsóknarfréttaþáttur þar sem farið verður af hispursleysi og vandvirkni ofan í heit fréttamál og þau gjarnan skoðuð frá nýju og áhugaverðu sjónarhorni. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Edda Andrésdóttir og Logi Bergmann Eiðsson.

Í þættinum verða að þessu sinni tekin fyrir þrjú mál. Svavar Halldórsson hefur kannað evruna - þetta eilífðarumræðuefni - út frá nýjum og ferskum hliðum og veltir upp hvaða þýðingu þessi samevrópski gjaldmiðill hefur fyrir Íslendinga.

Viðbrögð lækna við umfjöllun Kompáss um útbreiðslu læknadópsins eru viðruð. Í umfjölluninni verður brugðið upp mynd af íslenskri konu sem hefur notað morfínlyfið Contalgín í mörg ár. Ástæða er til að vara viðkvæma og börn við myndskeiðum í þessari umfjöllun.

Og þá er íslenska lyfjafyrirtækið Actavis skoðað ofan í kjölinn, verksmiðjur fyrirtækisins víða um heim skoðaðar og rætt við Róbert Wessman forstjóra fyrirtækisins um öran vöxt þess og framtíðaráform.



www.visir.is/kompas
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024