Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Með hjartað á réttum stað og heilann í lagi!
Föstudagur 28. október 2016 kl. 06:00

Með hjartað á réttum stað og heilann í lagi!

- Aðsend grein frá Jónínu Holm

Oddný G. Harðardóttir er klár kona og við vitum fyrir hvað hún stendur. Vinnusemi, ósérhlífni, hnitmiðaðar lausnir, tekur ábyrgð og er traust, allt eru þetta góðir eiginleikar og afbragðs kvenkostir í stjórnmálum og þess vegna er hún okkur öllum dýrmæt.

Samfylkingunni er einum flokka treystandi til að koma á réttlæti, velferð handa öllum og að til að koma almannaþjónustu í lag, heilbrigðiskerfinu, málefnum fjölskyldna og húsnæðismálum og auka jöfnuð í samfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Oddný er með hjartað á réttum stað og heilann í lagi, nýtum okkur það og kjósum Oddnýju og ekkert hik, áfram nú!

Jónína Holm
bæjarfulltrúi N listans Garði