Með arfanum ei upprættu kálið
Fyrir páska hafði Nokia farsíminn minn sinnt hlutverki sínu með ágætum og ég ekki haft undan að svara fólki sem vildi ná sambandi við mig. En einn daginn bar nýrra við því það heyrðist ekki í símanum daglangt. Mér brá skiljanlega, skoðaði hann í bak og fyrir, hristi við eyrað og hlustaði eftir annarlegum hljóðum, sem engin heyrðust. Margar leiðir voru mér færar til að kanna sjálfur hvað væri að, láta hringja í mig, hringja sjálfur í einhvern en þegar sú hugsun kom upp að jafnvel bilun í drægni símans væri möguleg, hvarf vissa mín um eigið ágæti. Þögnin hélt áfram og því ekki önnur úrræði en að leita til viðgerðarmanns í nágrenninu sem var mér sammála um að þetta væri undarlegt háttarlag í svona ómissandi apparati. Þegar líða tók á daginn fór ég fótgangandi aftur til að sækja símann minn sem ætti nú að vera nýyfirfarinn og tilbúinn til notkunar. Fyrir þá sem eiga nóg af peningum er ekkert stórmál að þurfa að greiða eins og eina viðgerð en fyrir mér gat slík athöfn minnkað svo þá sjóði framfærslu sem ég hafði yfir að ráða að áhyggjur mínar af aukakílóum væri liðin tíð. Þegar ég kom í gættina og teygði mig eftir veskinu í innri vasanum á úlpunni, bandaði viðgerðarmaðurinn til mín hendinni: “Borga? Viltu borga? Þú þarft ekkert að borga fyrir þetta,” voru fyrstu orð hans. “ Nú, á hverju ætlar þú þá að lifa ef þú vilt ekki peninga?“ “Nei, sjáðu,” sagði hann og reyndi að fela brosið. “Það hérna humm var ekkert, hérna humm að símanum þínum. Páskarnir skilurðu, allir svo uppteknir.” Ég andvarpaði en samt dálítið áhyggjufullur. Aldeilis hverfult þetta líf hugsaði ég með mér, já heldur betur. Um kvöldið þegar ég hafði sett mig niður við sjónvarpið, niðri í setustofunni í ímyndaða stórhýsinu mínu, hálf tortrygginn yfir þessari lausn mála, hringdi þegjandi óbilaða tækið mitt, allt í einu, að mér heilum og lifandi, á miðju sófaborðinu. “Halló, halló, halló! “ söng í mér. “Halló, halló, halló!” endurtók ég. “Er einhver þarna?” Ég gleymdi mér svo gjörsamlega við þennan atburð að ég lét sem ég hefði náð sambandi við framandi veru með fálmara á hausnum. Hugljúf, seiðandi kvenrödd kynnti sig og sagðist vera að gera skoðanakönnun fyrir þar til gert fyrirtæki og vildi fá staðfest hvort ég væri virkilega ég. “Jú, ég er ég. Hver ætti ég annar að vera. Ég er eins mikið ég og þú ert þú. Hvernig heyrirðu í mér, annars?” spurði ég eins og þjálfaður talstöðvareigandi. “Er röddin nokkuð fjarlæg eða slitrótt. Finnst þér ég nokkuð þurfi að tala hærra í símann?” Ég hækkaði róminn. Blessuð konan kom af fjöllum við spurningar mínar og sjálfsagt ályktað sem svo að þarna væri einn tæpur á ferð, sett athugasemd við nafnið mitt í bókina – þennan mann tala ég aldrei framar við- en þegar mér tókst að útskýra þessa undarlegu bilun í símanum hjá mér, vorum við tilbúin til byrja leikinn.
Hvað ætlarðu að kjósa í vor?
Frjálslynda flokkinn. Réttara sagt er ég búinn að kjósa hann. Kaus utankjörstaða. Ástæðan er aðallega sú að þeir þorðu að hafa afdráttarlausa skoðun gegn kvótakerfinu strax frá stofnun flokksins á meðan aðrir flokkar hikuðu. Að hafa einarða afstöðu gegn óréttlátum valdsöflum, dug og snerpu til að taka á málum eins og Frjálslyndi flokkurinn gerir, er aðdáunarvert. Þar sem ég hef lengi stundað sjómennsku veit ég að strax með sumrinu verða breytingar á atvinnumálum til hins betra fyrir borg sem hinar dreifðu byggðir, ef flokkurinn fær góða kosningu og verður í stjórnarliðinu. Smábátar og millistór fiskiskip, sérstaklega á línuveiðum, krefjast mannafla í umtalsverðum mæli sem mun hafa keðjuverkandi áhrif á önnur störf í landi, allir munu hafa nóg að bíta og brenna. Svo hefur flokkurinn lýst yfir stuðningi við tillögur ASÍ í “Velferð fyrir alla.” Í þeim tillögum er tekið með faglegum hætti á félags- og heilbrigðismálum sem snerta okkur öll.
Hefurðu eitthvað á móti Sjálfstæðisflokknum?
Nei alls ekki. Ég hef hins vegar aldrei kosið flokkinn. Minn áhugi og samkennd hefur frekar beinst að umhverfi þeirra sem illa eru staddir, eiga um sárt að binda, málefnum fjölskyldu og barna, skóla og að heilbrigðismálum. Önnur stjórnmálaöfl hafa staðið sig betur í þeim málaflokkum, finnst mér. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið mörgu góðu til leiðar og ég var sérstaklega hrifinn af hugsunarhætti gömlu mannanna hér áður fyrr að hver og einn ætti að vera maður fyrir sínum hatti.. Ég man að þá þurfti almenningur helst að eiga þrjár milljónir í eignum til að fá þrjúhundruðþúsundkróna lán. Sú stefna hefði til dagsins í dag bjargað mörgum frá því að skuldsetja sig um og of. Ég er og sammála því að skerpa þarf á sjálfstæði landsins, efla veg íslenskunnar svo við týnumst ekki í hinum stóra heimi.
Hefurðu eitthvað á móti Framsóknarflokknum?
Ég kaus hann í eitt eða tvö skipti þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra. Hvað sem hver segir var mín reynsla sú að allt sem hann sagði opinberlega um t.d. hækkanir á greiðslum til almennings, það fór eftir. Hann var maður sinna orða og ég kunni að meta það. Ekki má gleyma Ólafi Jóhannessyni sem var hvað fyrstur til að koma með bindandi lögskýringar um vafaatriði. Innsæi hans á lögum og skilningur á því að það þyrfti að opna lagagáttir fyrir almenningi, er virðingarvert, sem og hann fylgdi eftir með útgáfu bókarinnar “Lög og Réttur.” Þessa bók ásamt öðrum lögfræðibókum þyrfti að viðhalda og gefa út enn á ný á árinu vegna tíðra lagabreytinga. Í mínum huga hefur Framsóknarflokkurinn verið málsvari bænda fyrst og fremst.
Hefurðu eitthvað á móti Samfylkingunni?
Samfylkingin hefur fengið atkvæði mitt síðan hún var stofnuð, bæði í Alþingis- og sveitastjórnarkosningum. Undanskilið er þetta ár. Hún hefur staðið sig ágætlega í bæjarstjórn hér suðurfrá og í ríkisstjórn, verið vakandi fyrir hagsmunum þeirra sem minna bera úr bítum. Ég sáttur hvað hana varðar. Hún vinnur verk sín eins vel og hún hefur afl til.
Hefurðu eitthvað á móti Vinstrihreyfingunni – grænu framboði?
Ég hef alltaf litið svo á að Vinstrihreyfingin – grænt framboð væri næst því að vera gamla Alþýðubandalagið. Þann rauða bjarma yfir augunum hef ég aldrei losnað við og kaus þessa félaga mína, Alþýðubandalagið, margoft. Alþýðubandalagið var sá flokkur sem afrekaði, ásamt verkalýðsfélögunum, að koma til leiðar hvað mestum umbótum fyrir almenning. Jafnframt áttu þeir einn magnaðasta ræðuskörung sem íslensk þjóð hefur alið, Svavar Gestsson, í sínum röðum. Það var gaman hér áður að sjá hann lyfta fylgi flokksins með 4. mínútna ræðu í sjónvarpi, úr litlu í allnokkuð og bar oft stjórnmálaumræðuna á herðum sér þannig að enginn vildi missa af þegar hans var von. Ef það væri einhver flokkur sem ætti mitt atkvæði öðrum fremur, í venjulegu árferði, væri það Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Þá á ég bara eftir að tjá mig um framboð Kristjáns Pálssonar í Suðurkjördæmi og vil ég gera það með eftirfarandi vísu:
Örninn flýgur fugla hæst
segir fátt af einum.
En Kristján gæti sigrað, sæst
svon(a) er ást í meinum.
Af ofanrituðu má sjá að stjórnmálaflokkar eru hvorki alslæmir né algóðir og því þörf ábending að velta fyrir sér málshættinum: “Með arfanum ei upprættu kálið.”
Konráð K. Björgólfsson
Hvað ætlarðu að kjósa í vor?
Frjálslynda flokkinn. Réttara sagt er ég búinn að kjósa hann. Kaus utankjörstaða. Ástæðan er aðallega sú að þeir þorðu að hafa afdráttarlausa skoðun gegn kvótakerfinu strax frá stofnun flokksins á meðan aðrir flokkar hikuðu. Að hafa einarða afstöðu gegn óréttlátum valdsöflum, dug og snerpu til að taka á málum eins og Frjálslyndi flokkurinn gerir, er aðdáunarvert. Þar sem ég hef lengi stundað sjómennsku veit ég að strax með sumrinu verða breytingar á atvinnumálum til hins betra fyrir borg sem hinar dreifðu byggðir, ef flokkurinn fær góða kosningu og verður í stjórnarliðinu. Smábátar og millistór fiskiskip, sérstaklega á línuveiðum, krefjast mannafla í umtalsverðum mæli sem mun hafa keðjuverkandi áhrif á önnur störf í landi, allir munu hafa nóg að bíta og brenna. Svo hefur flokkurinn lýst yfir stuðningi við tillögur ASÍ í “Velferð fyrir alla.” Í þeim tillögum er tekið með faglegum hætti á félags- og heilbrigðismálum sem snerta okkur öll.
Hefurðu eitthvað á móti Sjálfstæðisflokknum?
Nei alls ekki. Ég hef hins vegar aldrei kosið flokkinn. Minn áhugi og samkennd hefur frekar beinst að umhverfi þeirra sem illa eru staddir, eiga um sárt að binda, málefnum fjölskyldu og barna, skóla og að heilbrigðismálum. Önnur stjórnmálaöfl hafa staðið sig betur í þeim málaflokkum, finnst mér. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið mörgu góðu til leiðar og ég var sérstaklega hrifinn af hugsunarhætti gömlu mannanna hér áður fyrr að hver og einn ætti að vera maður fyrir sínum hatti.. Ég man að þá þurfti almenningur helst að eiga þrjár milljónir í eignum til að fá þrjúhundruðþúsundkróna lán. Sú stefna hefði til dagsins í dag bjargað mörgum frá því að skuldsetja sig um og of. Ég er og sammála því að skerpa þarf á sjálfstæði landsins, efla veg íslenskunnar svo við týnumst ekki í hinum stóra heimi.
Hefurðu eitthvað á móti Framsóknarflokknum?
Ég kaus hann í eitt eða tvö skipti þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra. Hvað sem hver segir var mín reynsla sú að allt sem hann sagði opinberlega um t.d. hækkanir á greiðslum til almennings, það fór eftir. Hann var maður sinna orða og ég kunni að meta það. Ekki má gleyma Ólafi Jóhannessyni sem var hvað fyrstur til að koma með bindandi lögskýringar um vafaatriði. Innsæi hans á lögum og skilningur á því að það þyrfti að opna lagagáttir fyrir almenningi, er virðingarvert, sem og hann fylgdi eftir með útgáfu bókarinnar “Lög og Réttur.” Þessa bók ásamt öðrum lögfræðibókum þyrfti að viðhalda og gefa út enn á ný á árinu vegna tíðra lagabreytinga. Í mínum huga hefur Framsóknarflokkurinn verið málsvari bænda fyrst og fremst.
Hefurðu eitthvað á móti Samfylkingunni?
Samfylkingin hefur fengið atkvæði mitt síðan hún var stofnuð, bæði í Alþingis- og sveitastjórnarkosningum. Undanskilið er þetta ár. Hún hefur staðið sig ágætlega í bæjarstjórn hér suðurfrá og í ríkisstjórn, verið vakandi fyrir hagsmunum þeirra sem minna bera úr bítum. Ég sáttur hvað hana varðar. Hún vinnur verk sín eins vel og hún hefur afl til.
Hefurðu eitthvað á móti Vinstrihreyfingunni – grænu framboði?
Ég hef alltaf litið svo á að Vinstrihreyfingin – grænt framboð væri næst því að vera gamla Alþýðubandalagið. Þann rauða bjarma yfir augunum hef ég aldrei losnað við og kaus þessa félaga mína, Alþýðubandalagið, margoft. Alþýðubandalagið var sá flokkur sem afrekaði, ásamt verkalýðsfélögunum, að koma til leiðar hvað mestum umbótum fyrir almenning. Jafnframt áttu þeir einn magnaðasta ræðuskörung sem íslensk þjóð hefur alið, Svavar Gestsson, í sínum röðum. Það var gaman hér áður að sjá hann lyfta fylgi flokksins með 4. mínútna ræðu í sjónvarpi, úr litlu í allnokkuð og bar oft stjórnmálaumræðuna á herðum sér þannig að enginn vildi missa af þegar hans var von. Ef það væri einhver flokkur sem ætti mitt atkvæði öðrum fremur, í venjulegu árferði, væri það Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Þá á ég bara eftir að tjá mig um framboð Kristjáns Pálssonar í Suðurkjördæmi og vil ég gera það með eftirfarandi vísu:
Örninn flýgur fugla hæst
segir fátt af einum.
En Kristján gæti sigrað, sæst
svon(a) er ást í meinum.
Af ofanrituðu má sjá að stjórnmálaflokkar eru hvorki alslæmir né algóðir og því þörf ábending að velta fyrir sér málshættinum: “Með arfanum ei upprættu kálið.”
Konráð K. Björgólfsson