Mávahlátur
Með minnkandi framboði á fæðu hefur veiðibjallan gerst ágengari og bætt spörfuglum á matseðilnn. Þessi alæta er langt komin með að útrýma spörfuglum á Reykjanesi. Í þrígang hefur undirritaður orðið vitni að því þegar veiðibjalla hefur ráðist á starrahóp, hrifsað einn starrann í gogginn og flogið með bráðina á brott sprikklandi í gini vargsins. Það er sama hvað gengur á þessi vargur finnur sér alltaf æti og þegar krían er svo til hætt að verpa ræðst hann óhikað á spörfuglana og hefur nánast útrýmt stofninum á nokkrum árum.
Hvað er til ráða? Rótækar aðgerða er þörf. Eina leiðin til að útrýma þessum útsmogna fugli er að bera fyrir hann æti sem er blandaað svefnlyfi og aflífa síðan. Þetta eru hastarleg úrræði og ljóst að náttúrusinnar munu reka upp ramma kvein, en viljum við hafa allt morandi í máv og enga spörfugla? Legg ég til að Sveitarfélög á svæðinu taki sig saman og geri viðeigandi ráðstafanir til að stemma stigum v ið framgangi þessa vargfugls með öllum tiltækum ráðum annars verða mófuglanir næstir á matseðli vargsins.
Sigurjón Gunnarsson
Sandgerði