Matador eða pólitík
Fjármálastaða bæjarins er auðvitað staðreynd sem ábyrgum bæjarfulltrúum ber að ræða, velta upp á yfirborðið og reyna að finna viðunandi lausnir á.. Það hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi og þess vegna er Reykjanesbær orðinn það skuldsettur að eftirtektarvert þykir. Þetta skrifar Sveindís Valdimarsdótir í grein sinni til Víkurfrétta í dag.Margt er mér hjartfólgnara en tölur og arðsemisútreikningar. Þetta eru þó þær breytur sem ábyrg fjármálastjórn heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga byggir á.
Á síðasta kjörtímabili hefur undirrituð setið sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Á stundum hefur mér þótt farið heldur geyst í fjármálasukkinu og nokkuð frjálslega farið með hugtök eins og framtíðarsýn, hug og þor. Það er eins og ákveðnum aðilum finnist ekki taka því að ræða um hlutina þó að þeir kosti sveitarfélagið tugi ef ekki hundruði milljóna og tapið hafi náð hámarki eða að árstapið sé að jafnaði 100 milljónir á ári s.l. 10 ár eins og um er að ræða í stöðu Hafnarsamlagsins. Þess ber að geta að í ársreikningum Reykjanesbæjar eru skuldir hafnarinnar ekki reiknaðar inn í heldur standa þær á hinum svokallaða samstöðureikningi. Þó eru þær alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Fjármálastaða bæjarins er auðvitað staðreynd sem ábyrgum bæjarfulltrúum ber að ræða, velta upp á yfirborðið og reyna að finna viðunandi lausnir á.. Það hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi og þess vegna er Reykjanesbær orðinn það skuldsettur að eftirtektarvert þykir. Þó svo að við séum nýlega komin af „gjörgæslu” frá eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga þýðir það ekki að hægt sé að halda áfram að gera plön upp á milljarða. Við erum ekki í Matador, þar sem við hugsanlega fengjum felldar niður skuldir hafnarinnar, ásamt endurgerð Hafnargötu og gætum síðan hafist handa á byrjunarreit. Það er e.t.v. dæmi um framtíðarsýn, hug og þor að láta sér detta í hug að setja fram í stefnuskrá, hugmyndir um uppfyllingar hér á svæðinu upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða. Hér á ég við veg á hafi úti, á meðan við ekki getum séð sóma okkar í því að taka „Litla ljóta andarungann” Hafnargötuna og snyrt hann og snurrfusað. Ég verð að segja í sannleika sagt að eftir að hafa komist nær sannleikanum um stöðu sveitarfélagsins fjárhagslega, dró það verulega úr því að ég gæfi kost á mér til setu í bæjarstjórn. Ég ber mikla virðingu fyrir sveitarfélagi mínu og því fólki sem hér býr. Ég tel hinsvegar tímabært að vekja nokkra til umhugsunar um að fara að lifa í raunveruleikanum. Það er okkur fyrir bestu. Sjálfstæðismenn hér á bæ geta ekki, þrátt fyrir ný andlit, haldið að hægt sé að fara aftur á byrjunarreit. Hér er um pólitík að ræða. Stuðlum að betri bæ með blómlegu og innihaldsríku mannlífi og látum af flottræfilshætti. Það hæfir okkur betur.
Sveindís Valdimarsdóttir
skipar 4. sæti S-lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
Á síðasta kjörtímabili hefur undirrituð setið sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Á stundum hefur mér þótt farið heldur geyst í fjármálasukkinu og nokkuð frjálslega farið með hugtök eins og framtíðarsýn, hug og þor. Það er eins og ákveðnum aðilum finnist ekki taka því að ræða um hlutina þó að þeir kosti sveitarfélagið tugi ef ekki hundruði milljóna og tapið hafi náð hámarki eða að árstapið sé að jafnaði 100 milljónir á ári s.l. 10 ár eins og um er að ræða í stöðu Hafnarsamlagsins. Þess ber að geta að í ársreikningum Reykjanesbæjar eru skuldir hafnarinnar ekki reiknaðar inn í heldur standa þær á hinum svokallaða samstöðureikningi. Þó eru þær alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Fjármálastaða bæjarins er auðvitað staðreynd sem ábyrgum bæjarfulltrúum ber að ræða, velta upp á yfirborðið og reyna að finna viðunandi lausnir á.. Það hefur hinsvegar ekki gengið sem skyldi og þess vegna er Reykjanesbær orðinn það skuldsettur að eftirtektarvert þykir. Þó svo að við séum nýlega komin af „gjörgæslu” frá eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaga þýðir það ekki að hægt sé að halda áfram að gera plön upp á milljarða. Við erum ekki í Matador, þar sem við hugsanlega fengjum felldar niður skuldir hafnarinnar, ásamt endurgerð Hafnargötu og gætum síðan hafist handa á byrjunarreit. Það er e.t.v. dæmi um framtíðarsýn, hug og þor að láta sér detta í hug að setja fram í stefnuskrá, hugmyndir um uppfyllingar hér á svæðinu upp á fleiri hundruð milljónir ef ekki milljarða. Hér á ég við veg á hafi úti, á meðan við ekki getum séð sóma okkar í því að taka „Litla ljóta andarungann” Hafnargötuna og snyrt hann og snurrfusað. Ég verð að segja í sannleika sagt að eftir að hafa komist nær sannleikanum um stöðu sveitarfélagsins fjárhagslega, dró það verulega úr því að ég gæfi kost á mér til setu í bæjarstjórn. Ég ber mikla virðingu fyrir sveitarfélagi mínu og því fólki sem hér býr. Ég tel hinsvegar tímabært að vekja nokkra til umhugsunar um að fara að lifa í raunveruleikanum. Það er okkur fyrir bestu. Sjálfstæðismenn hér á bæ geta ekki, þrátt fyrir ný andlit, haldið að hægt sé að fara aftur á byrjunarreit. Hér er um pólitík að ræða. Stuðlum að betri bæ með blómlegu og innihaldsríku mannlífi og látum af flottræfilshætti. Það hæfir okkur betur.
Sveindís Valdimarsdóttir
skipar 4. sæti S-lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.