Mat á umhverfisáhrifum Suðurstrandarvegar
Þann 29. október 2003 hófst athugun Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar. Um er að ræða um 58 km langan vegkafla og verður framkvæmdum áfangaskipt. Í 1. áfanga, sem áætlað er að vinna á árunum 2003-2004 er gert ráð fyrir lagningu um 23 km kafla frá Þorlákshöfn að Hlíðarvatni og tæplega 6 km kafla austan Grindavíkur við Festarfjall að Ísólfsskála. Efnisþörf er um 1,5 millj. m³ og þar af verður um 1 millj. m³ sóttir í 18 námur sem staðsettar eru í nágrenni við fyrirhugaða veglínu. Framkvæmdaraðili er Vegagerðin og er matsskýrsla aðgengileg á heimasíðum Vegagerðarinnar: www. vegagerdin.is og Línuhönnunar: www.lh.is.
Tilkynning um mat á umhverfisáhrifum var send Skipulagsstofnun 20. október 2003. Við athugun stofnunarinnar er framkvæmdin og matsskýrsla auglýst í blöðum og kynnt fjölmiðlum með fréttatilkynningu. Matsskýrsla mun liggja frammi til kynningar frá 29. október til 10. desember 2003 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar og Grindavíkur og skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Þorlákshöfn. Ennfremur á bókasöfnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur, bókasafninu í Þorlákshöfn, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsstofnun leitaði umsagnar eftirtalinna aðila um matsskýrslu vegna Suðurstrandarvegar: Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Sveitarfélagsins Ölfus, Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs, Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Umhverfisstofnunar og veiðimálatsjóra.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 10. desember 2003 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun.
Tilkynning um mat á umhverfisáhrifum var send Skipulagsstofnun 20. október 2003. Við athugun stofnunarinnar er framkvæmdin og matsskýrsla auglýst í blöðum og kynnt fjölmiðlum með fréttatilkynningu. Matsskýrsla mun liggja frammi til kynningar frá 29. október til 10. desember 2003 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar og Grindavíkur og skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Þorlákshöfn. Ennfremur á bókasöfnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur, bókasafninu í Þorlákshöfn, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsstofnun leitaði umsagnar eftirtalinna aðila um matsskýrslu vegna Suðurstrandarvegar: Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Sveitarfélagsins Ölfus, Byggðastofnunar, Ferðamálaráðs, Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Umhverfisstofnunar og veiðimálatsjóra.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 10. desember 2003 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun.