Margt að gerast hjá Hróknum
Skákfélagið Hrókurinn er merkilegt félag. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun þess hefur félaginu og forsvarmönnum þess tekist að rífa skákina upp úr öldudal og stefna í hæstu hæðir.
Útbreiðslustarf Hróksins hefur vakið mikla athygli, ekki einvörðungu hérlendis því erlendir skákáhugamenn hafa sett sig í samband við Hrafn Jökulsson, formann Hróksins, til þess að leita upplýsinga um „kraftaverkið á Íslandi” eins skákvakningin hér er kölluð ytra.
Ókeypis bók
Hrafn segir aðferðina sem Hrókurinn beitir afar einfalda. „Við notum gamalþekkta og árangursríka aðferð sem felst í því að útbreiða fagnaðarerindið. Það gerum við meðal annars með markvissum heimsóknum í grunnskólana. Nú þegar höfum við heimsótt 120 grunnskóla og ljúkum yfirferðinni nú í vetur. Við höfum verið í góðu samstarfi við bókaútgáfuna Eddu sem ákvað að leggja málinu lið með því að gefa öllum átta ára krökkum bókina Skák og mát, sem er fjörug og spennandi skákbók eftir Anatolij Karpov og Disney smiðjuna. En það er ekki nóg að heimsækja skólana og vekja áhuga, það verður líka að bjóða krökkunum upp á skákkennsku og það höfum við gert í samvinnu við skákfélög víða um land, auk þess sem Hrókurinn stendur fyrir ókeypis skákkennslu víða um land, ýmist undir eigin merkjum eða í samvinnu við önnur skákfélög.”
Lína langsokkur og Mikki refur
Samhliða þessu hefur Hrókurinn flutt inn fjölda erlendra stórmeistara og staðið fyrir skemmtilegum skákmótum og ýmsum uppákomum sem tengjast skákinni. Í lok mánaðarinns er fyrirhuguð stór og mikil fjölskylduhátíð á Brodway, þar sem landsþekktir skemmtikraftar koma fram og einn á hápunktum skemmtunarinnar verður æsilegt skákeinvígi þar sem þau Lína langsokkur og Mikki refur eigast við.
Liðsmenn Hróksins
Um þessar mundir leitar Hrókurinn liðsmanna sem vilja styrkja uppbyggingu skáklistarinnar hér á landi með fjárframlagi og stuðla að því að Ísland verði á næstu árum mesta skákland í heimi. Hrafn segir að með sama áframhaldi verði þess ekki langt að bíða að íslenskir skákmenn láti aftur að kveða í hópi þeirra allra bestu.
Þeir sem vilja styrkja Hrókinn er bent á heimasíðu félagsins, www.hrokurinn. is.
Útbreiðslustarf Hróksins hefur vakið mikla athygli, ekki einvörðungu hérlendis því erlendir skákáhugamenn hafa sett sig í samband við Hrafn Jökulsson, formann Hróksins, til þess að leita upplýsinga um „kraftaverkið á Íslandi” eins skákvakningin hér er kölluð ytra.
Ókeypis bók
Hrafn segir aðferðina sem Hrókurinn beitir afar einfalda. „Við notum gamalþekkta og árangursríka aðferð sem felst í því að útbreiða fagnaðarerindið. Það gerum við meðal annars með markvissum heimsóknum í grunnskólana. Nú þegar höfum við heimsótt 120 grunnskóla og ljúkum yfirferðinni nú í vetur. Við höfum verið í góðu samstarfi við bókaútgáfuna Eddu sem ákvað að leggja málinu lið með því að gefa öllum átta ára krökkum bókina Skák og mát, sem er fjörug og spennandi skákbók eftir Anatolij Karpov og Disney smiðjuna. En það er ekki nóg að heimsækja skólana og vekja áhuga, það verður líka að bjóða krökkunum upp á skákkennsku og það höfum við gert í samvinnu við skákfélög víða um land, auk þess sem Hrókurinn stendur fyrir ókeypis skákkennslu víða um land, ýmist undir eigin merkjum eða í samvinnu við önnur skákfélög.”
Lína langsokkur og Mikki refur
Samhliða þessu hefur Hrókurinn flutt inn fjölda erlendra stórmeistara og staðið fyrir skemmtilegum skákmótum og ýmsum uppákomum sem tengjast skákinni. Í lok mánaðarinns er fyrirhuguð stór og mikil fjölskylduhátíð á Brodway, þar sem landsþekktir skemmtikraftar koma fram og einn á hápunktum skemmtunarinnar verður æsilegt skákeinvígi þar sem þau Lína langsokkur og Mikki refur eigast við.
Liðsmenn Hróksins
Um þessar mundir leitar Hrókurinn liðsmanna sem vilja styrkja uppbyggingu skáklistarinnar hér á landi með fjárframlagi og stuðla að því að Ísland verði á næstu árum mesta skákland í heimi. Hrafn segir að með sama áframhaldi verði þess ekki langt að bíða að íslenskir skákmenn láti aftur að kveða í hópi þeirra allra bestu.
Þeir sem vilja styrkja Hrókinn er bent á heimasíðu félagsins, www.hrokurinn. is.