Málþing um Nám án aðgreiningar
Málþing um Nám án aðgreiningar verður haldið hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fimmtudaginn 3. október nk.
Fjallað verður um menntun jaðarhópa og sérstök áhersla á menntun fatlaðra. Ólafur Páll Jónsson frá Menntavísindadeild Háskóla Íslands mun fjalla um menntun án aðgreiningar, fulltrúi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins mun segja frá áherslum ráðuneytisins í þessum málum og fulltrúi Fjölmenntar mun segja frá framtíðarsýn varðandi sí- og endurmenntun fatlaðra.
„Fatlaðir geta svo mikið en fá bara ekki tækifæri til þess“. Er könnun sem framkvæmd var á Suðurlandi á viðhorfi til starfsmenntunarnámskeiða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Þessi könnun verður kynnt og margar áhugaverðar niðurstöður þar.
Að málþinginu standa Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðslunet Suðurlands og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þingið er styrkt af Evrópusambandinu.
Allir eru velkomnir.