Málþing Heimis á laugardag
Málefnanefnd Heimis boðar til málefnaþings laugardaginn 3.mars nk. í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík kl.14.00.
Heimir hefur á undanförnum árum lagt fram stjórnmálastefnu félagsins og á málefnaþinginu verður samin stefna félagsins fyrir komandi alþingiskosningar. Stjórnmálastefnan verður kynnt fyrir frambjóðendum flokksins og með þeim hætti haft áhrif á stefnuskrá flokksins. Málefnanefnd hvetur alla félagsmenn til að mæta á málþingið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri og taka þátt í skemmtilegum umræðum.