Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 7. maí 2002 kl. 11:36

Málefni íþróttafélagana

Fjárhagsstaða íþróttafélaganna á landsvísu er orðið verulegt áhyggjuefni. Allt of mikið hefur verið eitt um efni fram í framkvæmdum eða sporslum til leikmanna. Félögin hafa búið við velvild bæjarfélagsins, sem hefur boðið upp á ágætis aðstöðu íþróttafélögunum að kostnaðarlausu. Þetta ber að virða og þakka fyrir.Þrátt fyrir þetta , þá er staðreyndin sú að félögin eru of mörg að safna skuldum. Þetta er ein aðal ástæðan fyrir því að erfitt er að manna stjórnir deildanna , að taka við vonlausu búi er ekki eitthvað sem fólk kærir sig um. Við getum auðveldað starfið til muna með því að koma enn frekar inn í rekstur deildanna og taka þátt í þjálfarakostnaði yngri flokka að hluta til eða öllu leyti. Til þess að við getum ætlast til að bæjarfélagið komi með svo sterkum hætti inn í rekstur deildanna, þá á bærinn að mínu mati heimtingu á að skoða fjárhagsáætlun allra deilda sem þiggja þessa aðstoð. Með því móti getum við fylgst betur með gangi mála hjá félögunum og gripið í taumana áður en allt fer í óefni.
Hún er seint ofmetin , sú forvarnarvinna sem félögin inna af hendi til handa börnunum okkar. Það er orðið þétt setið um fjármuni fyrirtækja hér bæ og allt of margar deildir og flokkar eru háð velvild þeirra. Það gengur ekki að öll orka og tími í stjórnunarstörfum deildanna fer í að (sníkja) peninga. Til að við getum haldið áfram að státa okkur af íþróttafólki og liðum í fremstu röð þurfum við að grípa inní núna. Það á að vera eftirsóknarvert að vera í stjórnunarstörfum hjá félögunum ekki kvöð. Samfylkingin er með skíra og góða stefnu í íþróttamálum og er tilbúin að gera enn betur við íþróttafélög bæjarins.
Friðrik Pétur Ragnarsson 6.maður á lista samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024