Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 19. mars 2001 kl. 20:00

Málefnasamningur í Grindavík

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Grindavík hafa skrifað undir málefnasamning vegna nýs meirihluta sem tekur formlega við í bæjarstjórn á miðvikudag.Ómar Jónsson verður forseti bæjarstjórnar en Hallgrímur Bogason verður formaður bæjarráðs. Mikill samstarfshugur var í mönnum á vinnufundi í dag sem lauk nú rétt fyrir kl. 19:00
Hjá Grindavíkurbæ standa nú yfir miklar framkvæmdir er snerta hafnargerð, grunnskólabyggingu, sambýli fatlaðra, uppbyggingu á nýju íbúðarhverfi ásamt þátttöku bæjarins í byggingu glæsilegra íþróttamannvirkja. Þá er nýlokið byggingu fjögurra deilda leikskóla í einkaframkvæmd. Á síðasta ári fjölgaði íbúum Grindavíkur um 4% og má segja að mannlíf og atvinnulíf þar sé nú í blóma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024