Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 10:18

Mál dagmæðra til umræðu

Dagmæður og störf þeirra, inni á sínu eigin heimili, hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu, eftir að hjón sem voru með daggæslu heima hjá sér í Kópavogi voru dæmd ábyrg fyrir andláti níu mánaða barns sem var í þeirra gæslu. Eðlilegt er að foreldrar og forráðamenn barna vilji vita hvernig bæjarfélögina annast „eftirlit" með dagmæðrum.
Jóhann Geirdal, (S) lagði fram fyrirspurn um dagmæður á bæjarstjórnarfundinum í gærkveldi, spurði hvernig og hver sæi um eftirlit með rekstri þeirra og gætti þess að þær væru ekki með of mörg börn. Ellert Eiríksson bæjarstjóri, sagði að allar dagmæður í Reykjanesbæ yrðu að fara á námskeið, en það væri álitamál hvort þær ættu að fara á námskeiðið áður en þær hefja starfsemi en ekki eins og núna er þá fara þær eftir að þær hefja starfsemi. Ellert sagði mikilvægt að þessi mál væru undir eftirliti og hjá bænum er starfandi eftirlitsaðili með dagmæðrum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024