Magnús Þór í fyrsta sæti Frjálslyndra
Magnús Þór Hafsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Hann er 38 ára gamall líf- og fiskifræðingur frá Akranesi.
Magnús Þór er blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. Hann starfar einnig fyrir vefmiðlana Intrafish.com og Intrafish.no. Þá hefur hann unnið á fréttastofum Ríkisútvarpsins; sjónvarpi og útvarpi. Hefur kennt veiðarfæratækni við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi frá stofnun skólans árið 1999 til ársins 2002, segir á vef mbl.is.
Magnús Þór er blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. Hann starfar einnig fyrir vefmiðlana Intrafish.com og Intrafish.no. Þá hefur hann unnið á fréttastofum Ríkisútvarpsins; sjónvarpi og útvarpi. Hefur kennt veiðarfæratækni við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi frá stofnun skólans árið 1999 til ársins 2002, segir á vef mbl.is.