Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 16. apríl 2002 kl. 22:18

Má fórna sannleikanum fyrir vinsældir?

Stundum kemur það fyrir að rangar ákvarðanir eru teknar. Hvernig eiga ábyrgir menn þá að bregðast við. Þegja og brosa til að halda vinskap, eða að benda á aðrar leiðir séu þær til? Ég nefni þetta hér því að undanförnu hefur borið nokkuð á því að íhaldsmenn eru að reyna að sverta okkar ágæta oddvita Jóhann Geridal með því að hann sé alltaf á móti.Tökum dæmi. Við í Samfylkingunni, með Jóhann í fararbroddi vorum á móti þeirri aðferð sem meirihlutinn fór við að leggja á sérstakt holræsagjald. Meirihlutinn ákvað að leggja sömu tölu kr. 6000 á hvert fasteignanúmer. Jóhann brást hart við þessu. (Benti á að þessi aðferð væri óréttlát og ekki í samræmi við þær venjur að fólk greiddi til sveitarfélaga í samræmi við eignir, tekjur eða aðra slíka viðmiðun.) Við lögðum til að menn greiddu í samræmi við verðmæti eignarinnar. Það felldi meirihlutinn, hann var á móti, hann er ansi oft á móti réttlætismálum. Þeirra réttlæti fólst hins vegar í því að eigandi lítillar blokkaríbúðar greiðir jafn mikið og Hitaveita
Suðurnesja af skrifstofubyggingu sinni, eða t.d. Þorsteinn Erlingsson af sinni húseign. Nú hefur umboðsmaður Alþingis úrskurðað að leið íhaldsins standist ekki lög og óskað eftir því að úrskurðarnefnd taki málið fyrir að nýju. Átti Jóhann að láta vitleysuna viðgangast, eða var ekki réttara af honum að vera á móti og benda á rétta leið? Þegar verið er að gera ranga
hluti eiga heiðarlegir menn að vera á móti.
Jóhann hefur líka gangrýnt harðlega fjármálastjórnun núverandi meirihluta. Nú hefur komið fram að Reykjanesbær hefur enn fengið bréf frá „Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga” sem er skrifað vegna þess að nefndin telur ástæðu til að skoða fjármálin betur. Samkvæmt Árbók sveitarfélaga kemur fram að af 10 stærstu sveitarfélögum landsins skuldum við mest á íbúa. Síðustu upplýsingar eru svo þær að samkvæmt nýlegri einunnargjöf þessarar nefndar fær Reykjavík 8,0 í einkunn, Kópavogur 5,8 Hafnarfjörður 0,8 en Reykjanesbær 0,0. Ætlar svo einhver að halda því fram að það sé bara neikvæni að vera á móti stjórnun fjármála í sveitarfélaginu
uppá einkuninna 0,0.
Svona væri hægt að nefna fjölmörg dæmi, þar sem hann hefur frekar kosið að fá á sig gagnrýni fyrir að vera samkvæmur sínum skoðunum, en að þegja og þóknast þeim sem fara með völd.
Oft hefur verið varað við því að menn kaupi sér vinsældir með því að láta af sannfæringu sinni. Það gerði t.d. Hallgrímur Pétursson í Passíusálmunum þar sem hann segir:
Vei þeim dómara, er veit og sér,
víst hvað um málið réttast er,
vinnur það þó fyrir vinskap manns
að víkja af götu sannleikans.

Dæmi svo hver fyrir sig.

Ólafur Thordersen
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024