Má bjóða ykkur nýjan þingmann?
Stöð 2 birti miðvikudaginn 10. apríl stóra skoðanakönnun, með 520 svarendum, sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði í Suðurkjördæmi. Það ánægjulegasta við þessa könnun, fyrir utan að það fjarar undan báðum ríkistjórnarflokkunum, Framsóknarflokkurinn er 7% undir kjörfylgi í könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með minna fylgi en D-listinn og klofningsframboðið hans fengu samanlagt í síðustu kosningum, er að nú dregur enn saman með stærstu flokkunum tveimur í Suðurkjördæmi; Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. 5% skilja flokkanna að í könnunni, munurinn fer minnkandi. Þegar tekið er tillit til þess að sjálfstæðismenn fá yfirleitt meira í könnunum en kemur síðan uppúr kössunum þá er ljóst sóknarfæri okkar jafnaðarmanna eru mikil í Suðurkjördæmi.
Guðný Hrund á þing – standa saman nú!
Í kosningabaráttunni hefur Samfylkingin í Suðurkjördæmi boðið kjósendum upp á nýja þingmenn; þau Róbert Marshall og Guðný Hrund Karlsdóttir sem skipa efstu sæti listans ásamt reynsluboltunum Björgvini G. Sigurðssyni og Lúðvík Bergvinssyni. Kjósendur virðast ætla þekkjast boðið, nú er málið að leggjst á árarnar og tryggja Suðurnesjakonunni Guðnýju Hrund Karlsdóttur öruggt þingsæti.
Guðný Hrund er reynslumikil þó ung sé að árum, stóð sig svo sannarlega í stykkinu sem sveitarstjóri á Raufarhöfn þar sem hún tók við erfiðu búi og hefur getið sér gott orð innan hugbúnaðargeirans. Guðný Hrund er verðugt þingmannsefni okkar Suðurnesjamanna og næsta víst er að reynsla hennar og hyggjuvit mun nýtast Suðurnesjamönnum vel á Alþingi.
Eysteinn Eyjólfsson
Kosningastjóri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Guðný Hrund á þing – standa saman nú!
Í kosningabaráttunni hefur Samfylkingin í Suðurkjördæmi boðið kjósendum upp á nýja þingmenn; þau Róbert Marshall og Guðný Hrund Karlsdóttir sem skipa efstu sæti listans ásamt reynsluboltunum Björgvini G. Sigurðssyni og Lúðvík Bergvinssyni. Kjósendur virðast ætla þekkjast boðið, nú er málið að leggjst á árarnar og tryggja Suðurnesjakonunni Guðnýju Hrund Karlsdóttur öruggt þingsæti.
Guðný Hrund er reynslumikil þó ung sé að árum, stóð sig svo sannarlega í stykkinu sem sveitarstjóri á Raufarhöfn þar sem hún tók við erfiðu búi og hefur getið sér gott orð innan hugbúnaðargeirans. Guðný Hrund er verðugt þingmannsefni okkar Suðurnesjamanna og næsta víst er að reynsla hennar og hyggjuvit mun nýtast Suðurnesjamönnum vel á Alþingi.
Eysteinn Eyjólfsson
Kosningastjóri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi