Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 14. janúar 2002 kl. 11:40

Má bjóða þér bæjarstjórastól?

Á undanförnum vikum hafa Reykjanesbæjarbúar orðið vitni að ýmsum uppákomum á vettvangi sveitarstjórnarmála. Það var vitað, eftir að Ellert Eiríksson núverandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna til fjölda ára, ákvað að draga sig í hlé, að breytinga væri að vænta. En engan óraði fyrir þeim farsa sem við höfum fengið að upplifa að undanförnu og sér ekki fyrir endann á. Við ákvörðun Ellerts þótti það liggja ljóst fyrir, að það fólk, sem hafði starfað með honum í meirihluta, ætti vegtyllur vísar. Jónína Sanders skipaði annað sæti listans og virtist það liggja ljóst fyrir að hún yrði næsti forystumaður þeirra sjálfstæðismanna. Henni yrði síðan boðið upp í dans af oddvita þeirra framsóknarmanna, Skúla Skúlasyni sem mætti teljast heppinn með skiptin og dansinn stiginn hér eftir sem hingað til. En ekki urðu danssporin mörg. Jónína og Skúli hafa bæði tilkynnt að þau ætli að draga sig í hlé og gefið fyrir því ýmsar ástæður, sem alls ekki svara þeim spurningum sem upp koma. Maður hefði haldið að þeirra tími væri kominn, en hann er greinilega kominn og farinn.

Ég leyfi mér að halda að skýringanna sé að leita stjórnsýslunni sjálfri, hvernig á málum hafi verið haldið og það hafið runnið á þau tvær grímur þegar þau horfðust í augu við það, að þurfa að svara fyrir það sem á undan er gengið. Ekki einu sinni bæjarstjórastóllinn, þótt góður sé, dugði til að halda þeim við efnið. Við þetta upphlaup skapaðist greinilegur forystuvandi innan Sjálfstæðisflokksins vegna vantrúar á þeim sem næstir komu. Þessi vandi hefur hins vegar verið leystur með
væntanlegum innflutningi. Samstarfsflokkurinn í bæjarstjórninni rauk upp til handa og fóta af þessu tilefni, en áttaði sig ekki á því að þeir hafa bara ekkert með málið að gera, auk þess sem sjálfstæðismenn ætla sér örugglega að vinna hreinan meirihluta hér í bæ með þessari ráðagerð. Þá þurfa þeir ekkert að semja við einn eða neinn um fyrirætlanir sínar. Ég ætla mér ekki að fara að gagnrýna Árna Sigússon nýjan leiðtoga þeirra sjálfstæðismanna og bæjarstjóraefni. Til þess hef ég enga stöðu. Hinu er ekki að leyna að óneitanlega fór ég hjá mér, eins og flestir aðrir, vegna þeirrar vanvirðingar sem öðrum bæjarfulltrúm Sjálfstæðisflokkins í Reykjanesbæ var sýnd með þessum gjörningi, fólki sem hefur verði tilbúið að vinna fyrir flokkinn sinn og bæinn sinn.

Víst er að ég hefði tekið pokann minn í þeirra sporum. Árni Sigfússon er ekki sigurvegari í kosningum, það sýnir sagan, en ég er viss um að Reykvíkingar voru ekki að hafna Árna Sigfússyni. Reykvíkingar höfnuðu forræði Sjálfstæðisflokkins í þeirra málum. Það ætla ég að vona að Reykjanesbæjarbúar geri einnig.

Guðbrandur Einarsson
formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024