Lýsum upp bæinn á Ljósanótt
Nú styttist óðum í Ljósanótt í Reykjanesbæ og eru íbúar og fyrirtækjaeigendur hvattir til þess að setja hvíta seríu í glugga eða lýsa á annan hátt upp hús sín og umhverfi til þess að taka þátt í ljósahátíðinni.
Einnig er hægt að panta fána hjá Víkurfréttum, hvort sem um er að ræða borða á ljósastaura fyrir fyrirtæki eða venjulega fána til þess að flagga við heimahús.
Vertu með á ljósanótt!
Ljósanæturnefnd