Lýsa stuðningi við Björgvin
Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lýsir yfir stuðningi við Björgvin G. Sigurðsson og þær ákvarðanir sem hann kynnti í gær.
Með afsögn sinni og ákvörðun um að hreinsa til í yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins sýnir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, pólitískan kjark og heiðarleika og er sá eini, enn sem komið er, sem hefur axlað pólitíska ábyrgð á bankahruninu og afleiðingum þess.
Þessar ákvarðanir verða að vera fyrsta skrefið í þeirri uppstokkun sem Samfylkingin hefur barist fyrir innan ríkisstjórnarinnar, næsta skref á að vera endurnýjun yfirstjórnar Seðlabanka.